Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 07:01 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola eru ólíkar týpur en einstaklega færir í sínu starfi. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Sjá meira