Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 07:01 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola eru ólíkar týpur en einstaklega færir í sínu starfi. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir engar líkur að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, trúi því að Englandsmeistarar City eigi aðeins eitt prósent möguleika á að fara áfram úr einvígi liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester 3-2 og eru því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer í Madríd í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í aðdraganda leiksins sagði Pep Guardiola að möguleiki sinna manna á að komast áfram í 16-liða úrslitin sé aðeins eitt prósent. Carlo Ancelotti segir engar líkur að Pep trúi því. „Við trúum ekki að það séu 99 prósent líkur að við förum áfram. Við höfum lítið forskot og þurfum að nýta okkur það. Við þurfum að spila líkt og við gerðum í fyrri leiknum. Við munum allavega reyna,“ sagði Ancelotti einnig. Pep hefur svarað ummælum Ancelotti og viðurkennir að um hvíta lygi hafi verið að ræða. „Við þurfum að leika hinn fullkomna leik til að komast í 16-liða úrslit. Við erum ekki í bestu stöðunni og það sem er mikilvægast nú er að leikmenn sýni hugrekki inn á vellinum séu þeir sjálfir. Við höfum áður komið á Santiago Bernabéu og náð í góð úrslit. Það hefur þó aðeins gerst þegar við höfum sótt til sigurs,“ sagði Guardiola meðal annars. Sá spænski var einnig spurður út í rauða spjaldið sem Jude Bellingham fékk í leik Osasuna og Real Madríd á dögunum. „Enskan mín er nokkuð góð en ég hef þó aldrei skilið muninn á f*** you og svo f*** off. Ef til vill þarf ég lengri tíma á Englandi til að ná muninum.“ Real Madríd og Manchester City hafa nú mæst í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fjögur tímabil í röð en síðustu þrjú ár hefur liðið sem sigrar einvígi liðanna staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Á síðustu leiktíð fór Real áfram eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum.Árið þar á undan mættust þau í undanúrslitum og vann Man City samanlagt 5-1. Tímabilið 2020-21 vann Real í undanúrslitum og stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á Liverpool í úrslitum. Leikur Real og City hefst klukkan 20.00. Upphitun Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 19.25.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira