Vildu Kane en félagið var ósammála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2025 23:32 Skorar og skorar fyrir Bayern. Crystal Pix/Getty Images Benni McCarthy segir að þegar hann var hluti af þjálfarateymi Manchester United hafi Erik ten Hag viljað kaupa enska landsliðsframherjann Harry Kane en forráðamenn félagsins hafi séð hlutina öðruvísi. Á endanum keypti Bayern München framherjann á 95 milljónir evra meðan Man Utd keypti þá Rasmus Höjlund, Mason Mount og André Onana á 188 milljónir evra. Hinn 47 ára gamli McCarthy er unnendum enska boltans kunnugur eftir að hafa spilað með Blackburn Rovers og West Ham United frá 2006 til 2011. Þá lék hann fyrir félög á borð við Ajax, Celta Vigo og Porto á annars glæstum ferli ásamt því að skora 31 mark í 79 leikjum fyrir A-landslið Suður-Afríku. Frá 2022 til 2024 var McCarthy hluti af þjálfarateymi Ten Hag hjá Man United og hefur nú opinberað að Harry Kane hafi verið efstur á óskalista þjálfarateymisins sumarið 2023. Það var vitað að Kane væri að hugsa sér til hreyfings og Man United hafði farið alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar, náð Meistaradeildarsæti og unnið enska deildarbikarinn tímabilið á undan. McCarthy í leik með Blackburn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty Images McCarthy segir hins vegar að forráðamenn félagsins hafi ekki verið tilbúnir að borga uppsett verð – í kringum 95 milljónir evra (tæplega 14 milljarða íslenskra króna) – fyrir framherja sem var yfir þrítugt. McCarthy sagði jafnframt að Randal Kolo Muani, sem er nú á láni hjá Juventus frá París Saint-Germain, og Victor Osimhen, sem er nú á láni hjá Galatasaray frá Napoli, hafi einnig verið á óskalistanum. Á endanum ákvað Man United þó að kaupa hinn unga Rasmus Höjlund frá Atalanta á Ítalíu. Danski framherjinn hefur ekki átt sjö dagana sæla vegna mikilla meiðsla og þá hafa mörkin – sem og færin - verið af skornum skammti. Kane hefur á sama tíma skorað 73 mörk í 75 leikjum fyrir Bayern. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Hinn 47 ára gamli McCarthy er unnendum enska boltans kunnugur eftir að hafa spilað með Blackburn Rovers og West Ham United frá 2006 til 2011. Þá lék hann fyrir félög á borð við Ajax, Celta Vigo og Porto á annars glæstum ferli ásamt því að skora 31 mark í 79 leikjum fyrir A-landslið Suður-Afríku. Frá 2022 til 2024 var McCarthy hluti af þjálfarateymi Ten Hag hjá Man United og hefur nú opinberað að Harry Kane hafi verið efstur á óskalista þjálfarateymisins sumarið 2023. Það var vitað að Kane væri að hugsa sér til hreyfings og Man United hafði farið alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar, náð Meistaradeildarsæti og unnið enska deildarbikarinn tímabilið á undan. McCarthy í leik með Blackburn á sínum tíma.Nordic Photos/Getty Images McCarthy segir hins vegar að forráðamenn félagsins hafi ekki verið tilbúnir að borga uppsett verð – í kringum 95 milljónir evra (tæplega 14 milljarða íslenskra króna) – fyrir framherja sem var yfir þrítugt. McCarthy sagði jafnframt að Randal Kolo Muani, sem er nú á láni hjá Juventus frá París Saint-Germain, og Victor Osimhen, sem er nú á láni hjá Galatasaray frá Napoli, hafi einnig verið á óskalistanum. Á endanum ákvað Man United þó að kaupa hinn unga Rasmus Höjlund frá Atalanta á Ítalíu. Danski framherjinn hefur ekki átt sjö dagana sæla vegna mikilla meiðsla og þá hafa mörkin – sem og færin - verið af skornum skammti. Kane hefur á sama tíma skorað 73 mörk í 75 leikjum fyrir Bayern.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira