Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 10:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir Vegagerðina vel ráða við það að manna verði fjárfestingar tvöfaldaðar. Það þyrfti meiri aðdraganda væri fjárfestingin meiri en það. Bylgjan Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur. Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Sjá meira
Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur.
Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Sjá meira