Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Diljá Ögn Lárusdóttir átti frábæran leik í sigri Stjörnukvenna fyrir norðan. Vísir/Diego Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Diljár sem skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 75 prósent skota sinna eða 12 af 16. Hún var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. „Hvað gerir hana af þessu ofboðslega sóknarvopni sem hún er,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Snögg á fótunum „Hún er með líkamlega burði. Hún er snögg á fótunum sem mikið af íslensku stelpunum hafa ekki. Svo er það þessi boltatækni því boltinn liggur alltaf í höndunum á henni,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ef hún ætlar líka að fara að geta skotið fyrir utan þá er hún óstöðvandi. Það er svolítið það sem lið hafa treyst á. Allt í lagi, hún er ekki besti skotmaðurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við ætlum því að fara undir hindranir og reyna að halda henni fyrir framan okkur,“ sagði Helena. „Ef hún er líka að setja niður þau skot fyrir utan þá er rosalega erfitt að stoppa hana,“ sagði Helena. Hörður sýndi tvær körfur þar sem Dilja ræðst á körfuna með stefnubreytingum og sýnir mikið jafnvægi í sínum aðgerðum. Hún festir alla í gólfinu „Það eru ekki margir sem geta þetta, hangið í loftinu lengi,“ sagði Hörður. „Ég er búin að sjá þessa stelpu síðan hún var ung og maður hefur alltaf séð þetta. Það næstum því svona ‚streetball affect' í henni. Hún svæfir algjörlega varnarmanninn þegar hún tekur þetta hik og þá er sama hvort hún sé með hægan eða hraðann varnarmann á sér. Hún festir alla í gólfinu,“ sagði Helena. Það má sjá þessa umfjöllun um Diljá hér fyrir neðan. Klippa: Diljá Ögn Lárusdóttir fékk hrós í Körfuboltakvöldi Bónus-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Diljár sem skoraði 26 stig í leiknum og hitti úr 75 prósent skota sinna eða 12 af 16. Hún var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar. „Hvað gerir hana af þessu ofboðslega sóknarvopni sem hún er,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Snögg á fótunum „Hún er með líkamlega burði. Hún er snögg á fótunum sem mikið af íslensku stelpunum hafa ekki. Svo er það þessi boltatækni því boltinn liggur alltaf í höndunum á henni,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Ef hún ætlar líka að fara að geta skotið fyrir utan þá er hún óstöðvandi. Það er svolítið það sem lið hafa treyst á. Allt í lagi, hún er ekki besti skotmaðurinn fyrir utan þriggja stiga línuna. Við ætlum því að fara undir hindranir og reyna að halda henni fyrir framan okkur,“ sagði Helena. „Ef hún er líka að setja niður þau skot fyrir utan þá er rosalega erfitt að stoppa hana,“ sagði Helena. Hörður sýndi tvær körfur þar sem Dilja ræðst á körfuna með stefnubreytingum og sýnir mikið jafnvægi í sínum aðgerðum. Hún festir alla í gólfinu „Það eru ekki margir sem geta þetta, hangið í loftinu lengi,“ sagði Hörður. „Ég er búin að sjá þessa stelpu síðan hún var ung og maður hefur alltaf séð þetta. Það næstum því svona ‚streetball affect' í henni. Hún svæfir algjörlega varnarmanninn þegar hún tekur þetta hik og þá er sama hvort hún sé með hægan eða hraðann varnarmann á sér. Hún festir alla í gólfinu,“ sagði Helena. Það má sjá þessa umfjöllun um Diljá hér fyrir neðan. Klippa: Diljá Ögn Lárusdóttir fékk hrós í Körfuboltakvöldi
Bónus-deild kvenna Stjarnan Körfuboltakvöld Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum