Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2025 21:00 Hjalti Jóhannes Guðmundsson frá Reykjavíkurborg í viðtali í Öskjuhlíð í dag. Hann er skrifstofustjóri borgarlandsins. Sigurjón Ólason Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. Við sáum flugmenn í krefjandi hliðarvindslendingum í síðustu viku. Þá munaði litlu að flugvöllurinn lokaðist alveg þegar hvass austanstrekkingur stóð þvert á einu nothæfu braut vallarins. Samkvæmt veðurspá gætu aftur myndast tvísýnar aðstæður næstu daga. Níu dagar eru frá því flugbrautinni var lokað og núna heyrast sagarhljóðin í Öskjuhlíð. Skógarhöggsmenn borgarinnar voru mættir til starfa á ný í dag eftir vinnuhlé um helgina, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Við fengum sem sagt áætlun á föstudaginn frá Isavia. Hún lítur þannig út að við erum þá með um fjögurhundruð tré undir og eru núna í þessum töluðu orðum að búa til áætlun um hvernig við ætlum að gera það,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg. Grenitré í Öskjuhlíð eru vaxin upp í hindranaflöt austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar.Skjáskot/Stöð 2 Það er til viðbótar þeim 160 trjám sem þegar er búið að fella undanfarna daga. Hjalti segir að varlega sé farið í verkefnið. Gæta þurfi að því að Öskjuhlíðin nýtist áfram sem gott útivistarsvæði. „Við viljum nefnilega gera það. Og við viljum vernda skógarbotninn eins mikið og við mögulega getum vegna þess í framtíðinni á þetta náttúrlega að vera þá bara fallegt og flott útivistarsvæði, sem allir eiga að geta notið.“ -En það er samt mikil pressa á þessu máli og þið finnið hana? „Við finnum hana svo sannarlega og við vinnum þetta mjög faglega. Við erum með þrjá skógfræðimenntaða einstaklinga sem stýra þessu verkefni fyrir okkur og eru að stjórna fellingunni. Og líka bara aðferðafræðinni við fellinguna og meta hverju sinni hvernig í raun og veru við getum unnið þetta.“ Frá skógarhögginu í Öskjuhlíð.Skjáskot/Stöð 2 Menn binda vonir við að það dugi að fella þessi fjögurhundruð tré til að unnt verði að opna flugbrautina en þá með takmörkunum. Þá verði að minnsta kosti unnt að opna brautina fyrir sjónflug og jafnvel einnig fyrir sjónflug í myrkri þannig að nota megi aðflugshallarljós. Hjalti segir framvindu verksins næstu daga ráðast af ýmsum þáttum, þar á meðal veðri. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé bara færiband; x-mörg tré á dag. Þetta er ekki svoleiðis verkefni.“ -En svona raunsætt mat: Hvenær finnst þér líklegt að þetta gæti klárast? „Vika-tíu dagar, kannski eitthvað svoleiðis. Það er pínu óábyrgt. En samt. Eigum við ekki bara að slá því fram áður en lengra er haldið,“ svarar Hjalti Jóhannes Guðmundsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tré Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Við sáum flugmenn í krefjandi hliðarvindslendingum í síðustu viku. Þá munaði litlu að flugvöllurinn lokaðist alveg þegar hvass austanstrekkingur stóð þvert á einu nothæfu braut vallarins. Samkvæmt veðurspá gætu aftur myndast tvísýnar aðstæður næstu daga. Níu dagar eru frá því flugbrautinni var lokað og núna heyrast sagarhljóðin í Öskjuhlíð. Skógarhöggsmenn borgarinnar voru mættir til starfa á ný í dag eftir vinnuhlé um helgina, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. „Við fengum sem sagt áætlun á föstudaginn frá Isavia. Hún lítur þannig út að við erum þá með um fjögurhundruð tré undir og eru núna í þessum töluðu orðum að búa til áætlun um hvernig við ætlum að gera það,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg. Grenitré í Öskjuhlíð eru vaxin upp í hindranaflöt austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar.Skjáskot/Stöð 2 Það er til viðbótar þeim 160 trjám sem þegar er búið að fella undanfarna daga. Hjalti segir að varlega sé farið í verkefnið. Gæta þurfi að því að Öskjuhlíðin nýtist áfram sem gott útivistarsvæði. „Við viljum nefnilega gera það. Og við viljum vernda skógarbotninn eins mikið og við mögulega getum vegna þess í framtíðinni á þetta náttúrlega að vera þá bara fallegt og flott útivistarsvæði, sem allir eiga að geta notið.“ -En það er samt mikil pressa á þessu máli og þið finnið hana? „Við finnum hana svo sannarlega og við vinnum þetta mjög faglega. Við erum með þrjá skógfræðimenntaða einstaklinga sem stýra þessu verkefni fyrir okkur og eru að stjórna fellingunni. Og líka bara aðferðafræðinni við fellinguna og meta hverju sinni hvernig í raun og veru við getum unnið þetta.“ Frá skógarhögginu í Öskjuhlíð.Skjáskot/Stöð 2 Menn binda vonir við að það dugi að fella þessi fjögurhundruð tré til að unnt verði að opna flugbrautina en þá með takmörkunum. Þá verði að minnsta kosti unnt að opna brautina fyrir sjónflug og jafnvel einnig fyrir sjónflug í myrkri þannig að nota megi aðflugshallarljós. Hjalti segir framvindu verksins næstu daga ráðast af ýmsum þáttum, þar á meðal veðri. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé bara færiband; x-mörg tré á dag. Þetta er ekki svoleiðis verkefni.“ -En svona raunsætt mat: Hvenær finnst þér líklegt að þetta gæti klárast? „Vika-tíu dagar, kannski eitthvað svoleiðis. Það er pínu óábyrgt. En samt. Eigum við ekki bara að slá því fram áður en lengra er haldið,“ svarar Hjalti Jóhannes Guðmundsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tré Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Samgöngur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45
Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega. 11. febrúar 2025 14:36
Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20