Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 19:41 David Moyes kann vel við sig hjá Everton. Warren Little/Getty Images Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fleiri fréttir Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Íslenski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Körfubolti Fleiri fréttir Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit Körfubolti