„Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 13. febrúar 2025 21:47 Friðrik Ingi Rúnarsson er þjálfari Haukanna sem eru í mjög erfiðri stöðu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar tóku á móti Keflavík í kvöld í botnbaráttuslag. Það var ljóst fyrir leik að ef Haukar ætluðu að bjarga sér frá falli var það nauðsynlegt að vinna þennan leik. Haukarnir héldu sér inn í leiknum allan tíman en töpuðu að lokum 96-103 og því eru Haukar nánast fallnir um deild. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka kom í viðtal eftir leik þar sem hann var vonsvikinn með tapið, en að mörgu leiti ánægður með sína menn. „Fyrir mér er ég bara að hugsa áfram inn í næsta leik og við reynum bara að vera betri. Þannig ég er ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir. Eins og ég sagði fyrir leik að þá hafa allir leikir verið gríðarlega mikilvægir og við vissum alltaf að eftir því sem leikjunum fækkaði, þá yrði þrengra um okkur,“ sagði Friðrik Ingi. „Ég var svo sem ekkert farinn að velta þessu fyrir mér akkúrat núna eftir leikinn, en fyrir mér er þetta bara áfram vinna og halda haus. Sem mér fannst við gera að mestu leiti í kvöld. Það hefði verið auðvelt að hætta en menn gerðu það ekki, þeir komu til baka og með einhverju smá, hér og þar þá hefðum við mögulega geta gert eitthvað meira. Keflavík er með mjög reynslumikla leikmenn sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta vel. Þeir voru klókir í þessu og refsuðu okkur, sem gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var ég nokkuð sáttur með leik minna mann, þó hann hafi alls ekki verið gallalaus. Enda átti ég svo sem ekki von á því,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn í kvöld einkenndist töluvert á því að Hauka liðið gafst ekki upp. Keflavík náði nokkrum sinnum í leiknum að koma sér í gott forskot en Hauka liðið kom alltaf til baka. Friðrik var ánægður með þennan karakter hjá sínu liði. „Við höfum verið að leggjast áherslu á það að gefast ekki upp. Liðið hefur verið í botnsæti frá upphafi móts, og auðvitað reynir það á sálartetrið. Það er bara mjög eðlilegt og mannlegt. Þannig mitt hlutverk og þeirra sem eru í kringum leikmennina er að reyna halda þessu gangandi. Því fyrir mér er þetta þannig og ég leit á það strax þannig þegar ég kom hingað um áramótin að það er ár eftir þetta ár, og það er dagur eftir þennan dag,“ sagði Friðrik Ingi. „Við verðum bara halda áfram og leggja í bankann. Þó að menn sjá það ekki alveg núna, því það grípur náttúrulega um sig eitthvað svona vonleysi, þegar menn eru næstum því búnir að gera eitthvað en svo gengur það ekki alveg. Það reynir svolítið á en við bara höldum áfram og mitt hlutverk er að halda mönnum á tánnum og við viljum verða betri. Þá þurfum við að nýta hverja einustu mínútu og hvern einasta leik til þess að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi. Það eru enn fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá Haukum en þeir þýða ekki neitt upp á stöðu í deildinni. Þá er það spurning hvað þjálfarateymið leggur upp með að gera í þeim leikjum, og hvaða leikmenn fá tækifærið. Undirbúningur fyrir næsta tímabil mögulega hafið „Maður er oft með ýmsar pælingar í höfðinu þegar maður er með lið, svo geta ýmsar aðstæður skapast innan leiktímabils. Við getum orðað þannig að nú væri kannski snjallt að velta upp þeirri stöðu sem er í gangi og jafnvel vorum við aðeins byrjaðir að vinna eftir því. Aðalatriðið er að mæta í hvern leik, eins tilbúnir og við mögulega getum, leggja okkur fram, spila til sigurs og fá eitthvað út úr þessu. Vegna þess að það er það sem menn fá út úr þessu, og það er það sem menn taka úr reynslubankanum síðar meir,“ sagði Friðrik Ingi. Friðrik hefur verið að gefa ungum Hauka strákum aukið tækifæri í síðustu leikjum og nú má jafnvel búast við því að við fáum að sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig. „Það gæti vel verið að mínútur hjá ungum leikmönnum muni fjölga. Það verða samt allir að leggja sig fram og það er enginn að fara fá neitt gefins. Þeir sem að berjast og eru tilbúnir að mæta í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu, þeim er verðlaunað. Ég er ekki að fara segja hér að við séum að fara deila út einhverjum gjöfum, menn þurfa að vinna fyrir því að sjálfsögðu. Það er það sem við erum að reyna að viðhalda og vinna með, að leikmenn leggi sig fram og reyni að fá eitthvað út úr þessu, og horfi aðeins til lengri tíma. Það er mitt hlutverk og þeir sem eru í kringum þetta, að passa upp á að svo verði,“ sagði Friðrik Ingi. Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Fyrir mér er ég bara að hugsa áfram inn í næsta leik og við reynum bara að vera betri. Þannig ég er ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir. Eins og ég sagði fyrir leik að þá hafa allir leikir verið gríðarlega mikilvægir og við vissum alltaf að eftir því sem leikjunum fækkaði, þá yrði þrengra um okkur,“ sagði Friðrik Ingi. „Ég var svo sem ekkert farinn að velta þessu fyrir mér akkúrat núna eftir leikinn, en fyrir mér er þetta bara áfram vinna og halda haus. Sem mér fannst við gera að mestu leiti í kvöld. Það hefði verið auðvelt að hætta en menn gerðu það ekki, þeir komu til baka og með einhverju smá, hér og þar þá hefðum við mögulega geta gert eitthvað meira. Keflavík er með mjög reynslumikla leikmenn sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta vel. Þeir voru klókir í þessu og refsuðu okkur, sem gerði okkur erfitt fyrir. Heilt yfir var ég nokkuð sáttur með leik minna mann, þó hann hafi alls ekki verið gallalaus. Enda átti ég svo sem ekki von á því,“ sagði Friðrik Ingi. Leikurinn í kvöld einkenndist töluvert á því að Hauka liðið gafst ekki upp. Keflavík náði nokkrum sinnum í leiknum að koma sér í gott forskot en Hauka liðið kom alltaf til baka. Friðrik var ánægður með þennan karakter hjá sínu liði. „Við höfum verið að leggjast áherslu á það að gefast ekki upp. Liðið hefur verið í botnsæti frá upphafi móts, og auðvitað reynir það á sálartetrið. Það er bara mjög eðlilegt og mannlegt. Þannig mitt hlutverk og þeirra sem eru í kringum leikmennina er að reyna halda þessu gangandi. Því fyrir mér er þetta þannig og ég leit á það strax þannig þegar ég kom hingað um áramótin að það er ár eftir þetta ár, og það er dagur eftir þennan dag,“ sagði Friðrik Ingi. „Við verðum bara halda áfram og leggja í bankann. Þó að menn sjá það ekki alveg núna, því það grípur náttúrulega um sig eitthvað svona vonleysi, þegar menn eru næstum því búnir að gera eitthvað en svo gengur það ekki alveg. Það reynir svolítið á en við bara höldum áfram og mitt hlutverk er að halda mönnum á tánnum og við viljum verða betri. Þá þurfum við að nýta hverja einustu mínútu og hvern einasta leik til þess að verða betri,“ sagði Friðrik Ingi. Það eru enn fjórir leikir eftir af tímabilinu hjá Haukum en þeir þýða ekki neitt upp á stöðu í deildinni. Þá er það spurning hvað þjálfarateymið leggur upp með að gera í þeim leikjum, og hvaða leikmenn fá tækifærið. Undirbúningur fyrir næsta tímabil mögulega hafið „Maður er oft með ýmsar pælingar í höfðinu þegar maður er með lið, svo geta ýmsar aðstæður skapast innan leiktímabils. Við getum orðað þannig að nú væri kannski snjallt að velta upp þeirri stöðu sem er í gangi og jafnvel vorum við aðeins byrjaðir að vinna eftir því. Aðalatriðið er að mæta í hvern leik, eins tilbúnir og við mögulega getum, leggja okkur fram, spila til sigurs og fá eitthvað út úr þessu. Vegna þess að það er það sem menn fá út úr þessu, og það er það sem menn taka úr reynslubankanum síðar meir,“ sagði Friðrik Ingi. Friðrik hefur verið að gefa ungum Hauka strákum aukið tækifæri í síðustu leikjum og nú má jafnvel búast við því að við fáum að sjá fleiri unga stráka fá að spreyta sig. „Það gæti vel verið að mínútur hjá ungum leikmönnum muni fjölga. Það verða samt allir að leggja sig fram og það er enginn að fara fá neitt gefins. Þeir sem að berjast og eru tilbúnir að mæta í hvern einasta leik og hverja einustu æfingu, þeim er verðlaunað. Ég er ekki að fara segja hér að við séum að fara deila út einhverjum gjöfum, menn þurfa að vinna fyrir því að sjálfsögðu. Það er það sem við erum að reyna að viðhalda og vinna með, að leikmenn leggi sig fram og reyni að fá eitthvað út úr þessu, og horfi aðeins til lengri tíma. Það er mitt hlutverk og þeir sem eru í kringum þetta, að passa upp á að svo verði,“ sagði Friðrik Ingi.
Bónus-deild karla Haukar Keflavík ÍF Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira