„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 20:39 Davíð Örn Atlason fagnar seinna marki Vikinga í sigrinum á Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn