Næsti Dumbledore fundinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 15:16 John Lithgow getur brugðið sér í ýmissa kvikinda líki og er bæði frábær gamanleikari og dramaleikari. Getty Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Dægurmiðillinn Variety greinir frá því að Lithgow sé í lokaviðræðum um að leika skólastjóra Hogwarts. Fari svo að hann fái hlutverkið mun hann feta í fótspor þeirra Richard Harris og Michael Gambon sem léku Dumbledore í kvikmyndunum átta um töfrastrákinn. Harris lék í fyrstu tveimur myndunum áður en hann lést sviplega og tók Gambon þá við og lék í hinum sex. Lithgow lék í hinum æðivinsælu 3rd Rock from the Sun í kringum aldamót en hann er einnig þekktur fyrir leik sinn í myndunum Interstellar, Shrek (þar sem hann talaði fyrir Faquaad lávarð), Cliffhanger, Killers of the Flower Moon, 2010 og Bombshell. Þá lék hann Winston Churchill í þáttunum The Crown. Sennilega hefur hann þó aldrei verið jafngóður og í Raising Cain frá 1992 eftir Brian de Palma eins og sjá má í stiklu hér að neðan: Ný aðlögun á bókunum sígildu Sjónvarpsþáttaröðin mun innihalda glænýjan leikhóp og er þess vænst að tökur hefjist í sumar. Í tilkynningu frá HBO Max segir að þættirnir verði „trygg aðlögun“ á bókum JK Rowling og verði sýndir næsta áratuginn. Enginn leikarar hafa verið staðfestir formlega en nú stendur yfir leit að ungum leikurum sem munu taka að sér hlutverk Harry, Ron og Hermione. „Við kunnum að meta að svo stórir þættir veki sögusagnir og vangaveltur,“ sagði í svari HBO við fyrirspurnum Deadline vegna meintrar ráðningar Lithgow. Ráðningar verði einungis staðfestar þegar þær hafa gengið formlega í gegn. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Dægurmiðillinn Variety greinir frá því að Lithgow sé í lokaviðræðum um að leika skólastjóra Hogwarts. Fari svo að hann fái hlutverkið mun hann feta í fótspor þeirra Richard Harris og Michael Gambon sem léku Dumbledore í kvikmyndunum átta um töfrastrákinn. Harris lék í fyrstu tveimur myndunum áður en hann lést sviplega og tók Gambon þá við og lék í hinum sex. Lithgow lék í hinum æðivinsælu 3rd Rock from the Sun í kringum aldamót en hann er einnig þekktur fyrir leik sinn í myndunum Interstellar, Shrek (þar sem hann talaði fyrir Faquaad lávarð), Cliffhanger, Killers of the Flower Moon, 2010 og Bombshell. Þá lék hann Winston Churchill í þáttunum The Crown. Sennilega hefur hann þó aldrei verið jafngóður og í Raising Cain frá 1992 eftir Brian de Palma eins og sjá má í stiklu hér að neðan: Ný aðlögun á bókunum sígildu Sjónvarpsþáttaröðin mun innihalda glænýjan leikhóp og er þess vænst að tökur hefjist í sumar. Í tilkynningu frá HBO Max segir að þættirnir verði „trygg aðlögun“ á bókum JK Rowling og verði sýndir næsta áratuginn. Enginn leikarar hafa verið staðfestir formlega en nú stendur yfir leit að ungum leikurum sem munu taka að sér hlutverk Harry, Ron og Hermione. „Við kunnum að meta að svo stórir þættir veki sögusagnir og vangaveltur,“ sagði í svari HBO við fyrirspurnum Deadline vegna meintrar ráðningar Lithgow. Ráðningar verði einungis staðfestar þegar þær hafa gengið formlega í gegn.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira