Fyrsta tapið í 12 ár Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 15:16 Sveindís Jane og stöllur hennar þurftu að þola fyrsta bikartapið í heillangan tíma í gær. Oliver Hardt/Getty Images for DFB Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í liði Wolfsburgar þurftu að þola óvænt tap í þýsku bikarkeppninni í fótbolta í gær. Wolfsburg hefur ekki tapað leik í keppninni í tólf ár. Wolfsburg hefur algjörlega einokað þýsku bikarkeppnina undanfarin ár. Bayern Munchen hefur unnið sína Þýskalandstitla og önnur lið gert sig þar gildandi en það hefur ekki breyst að Wolfsburg vinni bikarinn. Síðasta vor var fastlega búist við því að Bayern myndi vinna tvöfalt og slá Wolfsburg við í bikarúrslitum eftir að hafa tekið þýska meistaratitilinn en Sveindís Jane fagnaði þá sigri gegn Glódísi Perlu. Það var því afar óvænt að Wolfsburg hafi tapað 1-0 fyrir Hoffenheim í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld og ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í fyrsta skipti í rúman áratug. Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina tíu ár í röð, sleitulaust frá leiktíðinni 2014-15. Frankfurt var síðast liða, annarra en Wolfsburg, til að vinna keppnina 2013-14. Það var Frankfurt sem sló Wolfsburg úr keppni það árið, í 16-liða úrslitum þann 16. nóvember 2013. Síðan þá hefur Wolfsburg unnið hvern einasta leik, 52 talsins, áður en kom að tapinu fyrir Hoffenheim í gær. Bayern Munchen þykir langlíklegast til að vinna keppnina í ár. Werder Bremen vann óvæntan sigur á Bayer Leverkusen í gær og eru því þrjú af fjórum efstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar úr leik; Wolfsburg, Frankfurt og Leverkusen. Eftir standa Hoffenheim og Werder Bremen, sem bæði eru um miðja deild, og B-deildarlið Hamburger SV, auk Bayern Munchen. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Wolfsburg hefur algjörlega einokað þýsku bikarkeppnina undanfarin ár. Bayern Munchen hefur unnið sína Þýskalandstitla og önnur lið gert sig þar gildandi en það hefur ekki breyst að Wolfsburg vinni bikarinn. Síðasta vor var fastlega búist við því að Bayern myndi vinna tvöfalt og slá Wolfsburg við í bikarúrslitum eftir að hafa tekið þýska meistaratitilinn en Sveindís Jane fagnaði þá sigri gegn Glódísi Perlu. Það var því afar óvænt að Wolfsburg hafi tapað 1-0 fyrir Hoffenheim í 8-liða úrslitum keppninnar í gærkvöld og ljóst að nýtt nafn verður ritað á bikarinn í fyrsta skipti í rúman áratug. Wolfsburg hefur unnið bikarkeppnina tíu ár í röð, sleitulaust frá leiktíðinni 2014-15. Frankfurt var síðast liða, annarra en Wolfsburg, til að vinna keppnina 2013-14. Það var Frankfurt sem sló Wolfsburg úr keppni það árið, í 16-liða úrslitum þann 16. nóvember 2013. Síðan þá hefur Wolfsburg unnið hvern einasta leik, 52 talsins, áður en kom að tapinu fyrir Hoffenheim í gær. Bayern Munchen þykir langlíklegast til að vinna keppnina í ár. Werder Bremen vann óvæntan sigur á Bayer Leverkusen í gær og eru því þrjú af fjórum efstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar úr leik; Wolfsburg, Frankfurt og Leverkusen. Eftir standa Hoffenheim og Werder Bremen, sem bæði eru um miðja deild, og B-deildarlið Hamburger SV, auk Bayern Munchen.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira