Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar 13. febrúar 2025 11:32 Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum. Þar kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Þar af er viðhaldsskuld vegakerfisins áætluð 265–290 milljarðar króna. Þetta eru gríðarlega háar tölur. Íslenskt innviðakerfi hefur ekki fylgt vexti hagkerfisins sem nauðsynlegt væri. Þetta er okkur Íslendingum mikilvægt því að endingu mun há innviðaskuld draga úr lífskjörum. Hægur vöxtur innviða hamlar framtíðarvexti og hefur alvarleg áhrif á verðmætasköpun, lífsgæði og samkeppnishæfni landsins til framtíðar. Fjarskiptainnviðir eru hvergi nefndir En það er einn hængur á skýrslugerðinni. Eins mikilvægir og fjarskiptainnviðir eru framtíð þjóðarinnar eru þeir hvergi nefndir, þrátt fyrir að hið opinbera reki mikilvæga fjarskiptainnviði og kemur með beinum hætti að uppbyggingu fjarskiptainnviða landsins. Ég vil því vekja máls á mikilvægi fjarskiptainnviða fyrir samfélagið og framtíðarvöxt: Þeir þjóna þýðingarmiklu hlutverki fyrir virkni annarra innviða í landinu. Þeir leysa upp fjarlægðir, skapa tengdan heim upplýsinga á hraðan og skilvirkan hátt. Þeir eru mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Öflugra samskiptanet eykur framleiðni, skapar störf og ýtir undir nýsköpun. Þeir eru stjálbýlu landi mikilvægir vegna fjarvinnu og fjarnáms. Öflugir innviðir fjarskipta gerir fyrirtækjum og menntastofnunum kleift að starfa óháð staðsetningu. Þeir eru burðarás stafrænna umbreytinga, með framtíðartækni á borð við gervigreind, tölvuský og því sem kallað er internet hlutanna (IOT), það er net allra þeirra hluta sem tengjast og skiptast á gögnum og hafa áhrif á daglegt líf. Aðgangur að áreiðanlegri fjarskiptaþjónustu eykur lífsgæði og aðgangi að upplýsingum, menntun og heilbrigðisþjónustu. Samandregið eru öflugi fjarskiptainnviðir ekki einungis símkerfi heldur skapa þeir og tengja vistkerfi sem styður nútímalíf og knýr framtíðarvöxt. Sameiginleg verkefni okkar allra Áframhaldandi uppbygging öflugra fjarskiptainnviða er á okkar ábyrgð. Öflug fjarskiptafyrirtæki á einkamarkaði hafa í samvinnu við ríkivaldið knúið þessa uppbyggingu og fjárfestingar. Ríkisvaldið hefur rekið öryggisfjarskipti fyrir sjó og land, orkufjarskipti og öflug flugfjarskipti. Og einkafyrirtækin hafa í mikilli samkeppni keppt um að byggja um framtíðarland á sviði fjarskipta. Ég fullyrði að það starfsfólk sem vinnur að íslenskum fjarskiptum stenst samanburð við þá sem fremst standa í heiminum. Tækniþekking er mikil sem og reynsla af uppbyggingu í harðbýlu landi. Fjarskiptainnviðir í góðum höndum Það fyrirtæki sem ég fer fyrir, Míla, er á hraðferð í uppbyggingu fjarskiptainnviða um allt land. Við viljum Ísland allt ljóstengt. Síðustu tvö árin höfum við fjárfest fyrir rúma 10 milljarða á landsbyggðinni. Við erum að leggja margþráða ljósleiðarastrengi langan veg um allt land til að tryggja varaleiðir fjarskipta sem auka öryggi stafrænna innviða Íslands. Og þétting farsímakerfis í strjálli byggðum í samstarfi við ríkisvaldið mun styrka viðnámsþrótt landsins alls. Míla er að auka nethraða heimila og atvinnulífs með svokölluðum 10x uppfærslum sem margfaldar upplifun og stórbætir netaðgang. Framtíðin kallar eftir auknum hraða netkerfa. Við þurfum að fylgjast vel með byltingarkenndum tækniframförum næstu ára og vera óhrædd við nýsköpun. Íslenskir fjarskiptainnviðir eru í góðum höndum. Þá innviðaskuld sem við sjáum í vegagerð, höfnum, vatnsveitum og flugvöllum birtast ekki þar. Hún er mun lægri í fjarskiptum. Ætla má hana u.þ.b. 12 milljarða króna til að tvítengja þau sveitarfélög sem eftir eru, ljúka við ljósleiðaravæðingu og endurnýja svokallaðan Nato-streng. Það er þó betri staða en annarra innviða. En það er engu að síður mikilvægt verkefni allra, einkaaðila sem hins opinbera að halda áfram að byggja upp fjarskiptainnviði af krafti. Að halda þar vöku sinni veit á gott fyrir Ísland. Höfundur er forstjóri Mílu.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun