Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:30 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Það er mat Landsréttar að það hefði verið hætt við því að Héraðssaksóknari þyrfti að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur hefði hann lagt fram nákvæmari ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Landsréttur vísaði málinu aftur í hérað. Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að annar maður hlaut bana af í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Í ákæru segir að maðurinn hafi ráðist á hinn látna með margþættu ofbeldi, og að atlagan hefði beinst að höfði, hálsi og líkama. Á meðal þess sem hefði gerst væri að hinn látni, sem hafi setið í stól, hefði verið sleginn tvisvar í andlitið þannig að hann féll í gólfið. Sakborningurinn mun hafa játað þessa tilteknu háttsemi og því er henni sérstaklega lýst. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut mikla áverka og lést af völdum heilaáverka. En þessu meinta ofbeldi var ekki lýst nánar í ákæru. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að ákæran hafi ekki verið nægilega nákvæm og því var málinu vísað frá dómi. Landsréttur hins vegar sneri þeirri ákvörðun við og sendi málið aftur í hérað. Nú hefur úrskurður Landsréttar í málinu verið birtur. Þar segir að það verði að telja réttlætanlegt að lýsa ætlaðri háttsemi með þessum hætti. „Með kröfu um nákvæmari lýsingu á ætlaðri framgöngu ákærða er hætt við að ákærandi hefði verið settur í þá stöðu að þurfa um of að geta í eyðurnar og setja fram tilgátur um hvaða verknaðaraðferðum kunni að hafa verið beitt við atlöguna, án þess að hann teldi gögn málsins veita þeim næga stoð,“ segir í úrskurði Landsréttar. Jafnframt segir að lýsingin í ákæru sé ekki svo óljós að sakborningurinn muni eiga erfitt með að taka til varna í málinu. Sakborningurinn neitar sök. Það var hann sem fór fram á að málinu yrði vísað frá þar sem honum þótti ákæran ekki nægilega skýr. Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins. Hinn látni og hinir fjórir eru allir litháískir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent