Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 14:28 Kári Kristján Kristjánsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik í vetur. vísir/Anton Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári. HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári.
HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31