„Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar 12. febrúar 2025 12:00 Þetta sagði Esraa Saed við mig um daginn þegar ég var að spjalla við hana í skilaboðaskjóðu Facebook. Flest okkar held ég að geri frekar hógværar kröfur til lífsins. Við þurfum að hafa í okkur og á, öryggi, staðfestu, fallegt heimili, viljum halda reisn okkar og óskum þess sama fyrir okkar nánustu og allt fólk. Og við kunnum að meta góðvild og náungakærleika. Slíkar kröfur hafa ólíkar birtingarmyndir eftir heimshlutum, - Vesturlönd eru að miklu leyti neysludrifin ofgnóttarsamfélög ójöfnuðar þar sem hagnaður og fjármagn hafa einatt forgang meðan óskir hversdagsfólks í öðrum heimshlutum eru hógværari. Þegar fólk er svipt þessum hógværu frumþörfum er lítið eftir, annað en lífsvilji og þörf fyrir að halda reisn sinni. Um síðir er það spurning um úthald. Nú er ár síðan kvenhetjur fóru til Egyptalands og björguðu fjölda fólks frá Gaza í óþökk stjórnvalda (ekki má gleyma lítilmenni sem stritaði lengi við að draga þær fyrir dóm). Síðan þá hefur smátt og smátt dafnað annar hjálparvettvangur. Ég skrifaði grein um daginn af kynnum mínum af nýrri samskiptaleið við fólk á Gaza, og leið um netmiðla til að hjálpa nauðstöddu fólki með því að safna fé fyrir allra brýnustu nauðþurftum. Þá er það fólk hér og þar í heiminum, einkum á Vesturlöndum, sem setur upp síður fyrir vini sína á Gaza því Gazabúar sjálfir hafa ekki aðgang að söfnunarsíðum á borð við gofundme.com. Þetta hefur virkað vel en ég hef ekki hugmynd um, og kannski enginn, hve víðtækt þetta sjálfsprottna net er en í það minnsta hjálpar það mörgum. Ég er ekki viss um að það sé þóknanlegt samfélagsmiðlakóngum heimsins. Fólk á Gaza leitar fast eftir hjálp, kyngir stoltinu og sendir fleiri vinarbeiðnir á Facebook og hjálparbeiðnir í athugasemdum og skilaboðum en maður kemst yfir að sinna. Lái þeim hver sem vill að þau séu ýtin – örbjarga fólk að berjast fyrir lífi sínu, barna sinna og oft aldraðra foreldra eða stórfjölskyldu. Flest þetta fólk syrgir einn eða fleiri ástvini sem myrtir hafa verið af grimmu árásarliðinu. Sum þeirra búa nú í tjöldum reistum á eða nærri rústum bústaða sinna, eða í mjög illa förnu húsnæði eftir sprengjuregn undanfarinna mánaða. Kristín S. Bjarnadóttir er sérkapítuli. Hún notar allan sinn frítíma og örugglega eitthvað af svefntímanum líka til að hjálpa fólki, tala við það í myndsímtölum, veita áfallahjálp og safna fé. Hér er viðtal við hana á kaffi.is, þegar hún var kosin manneskja ársins á þeim norðlenska miðli. Ég sé að fjöldi annarra hér á landi er virkur í þessu hjálparstarfi, einkum konur. Vissulega er þetta dropi í hafið, sem á ekki að draga úr starfi formlegra hjálparsamtaka, en í þessari leið felst annað: Svolítil kynni takast, milli Íslendinga eða Vesturlandabúa og fólks á Gaza, kynni sem annars tækjust ekki. Kynni sem eru brýnt mótvægi gegn öllum formlegum, stjórnskipulegum, pólitískum, diplómatískum samskiptum sem oft eru illa mörkuð hagsmunum, valdapólitík og langri sögu nýlendukúgunar og ofbeldis sem nú hefur náð nýju hámarki í ömurlegu þjóðarmorði. Kynni hversdagsfólks við gjörólíkar aðstæður, sem á það sameiginlegt að óska sér ekki annars en heiðarlegs góðs lífs, hamingju á fallegu heimili, heilsu og öryggis. Okkur Vesturlandabúum gefst færi á að öðlast innsýn í líf þrautpínds fólks á Gaza, öðruvísi og nánar en fæst á óhugnanlegum fréttamyndum þaðan. Ég hef kynnst fáeinum lítillega, ungum piltum, feðrum ekkjum, einstæðum mæðrum sem berjast við að afla sér fáeinna aura við aðstæður sem eru ómanneskjulegar, enda hefur allt hækkað í verði. Oft hefur maður ekki annað að segja en að maður geti ekki gefið meira en deili söfnunum í staðinn en stundum hefjast samræður, jafnvel myndsímtöl. Ein kvennanna er Esraa Saed, - móðir þriggja stúlkna, Sama 12 ára, Ghena 6 ára og Hala þriggja ára. Hún þarf ein að sjá fyrir þeim því maður hennar, sem er járnsmiður, er í Egyptalandi. Hann hyggst komast sjóleiðina inn á Gaza þegar færi gefst. Sjálf er hún BA í arabískum málum en átti erfitt með að fá fasta vinnu. Hún hefur sagt mér undan og ofan af aðstæðum þeirra. Draumur hennar og löngun var einfaldlega að búa í fallegu húsi, lifa heiðarlegu lífi í öryggi og festu, draumur sem brast í einu vetfangi. Hún bjó til söfnunarsíðu í september og margir vinir hennar fóru að dæmi hennar og hefur tekist að safna miklu en henni hefur orðið minna ágengt. Hún hefur enga hjálp séð enn frá hjálparstofnunum. Fyrir innrásina bjó hún í litlu húsi, með einu herbergi, eldhúsi, baðherbergi og asbestþaki sem hélt vatni ekkert allt of vel en þau voru hamingjusöm og nægjusöm. Þá hófst stríðið og maður hennar fór til Egyptalands til lækninga. Mæðgurnar lifðu í ógn og ótta sprengjuárása og lokað var á aðföng matvæla, landamærunum var lokað og engum hleypt í gegn nema særðum frá Gaza, engum var hleypt inn. Verðlag hækkaði og þeim var sagt að yfirgefa Rafah, síðan Al-Rumais, svo Khan Yunis, og hún átti ekki einu sinni tjald eða nokkuð sem gagn væri að. Þegar hús hennar var jafnað við jörðu missti hún allt líf sitt, vinnu og ástríðu. Hún gat ekki einu sinni sett tjald upp á húsarústunum vegna hernaðarins fyrr en nú. Hún skildi eftir flesta pappíra sína og persónulega muni sem nú er allt grafið í rústunum og hún var í burtu frá heimaslóðum sínum í 9 mánuði. Oft er erfitt að ná í mat og dagar hafa liðið án þess að þær mæðgur hefðu nokkuð til næringar. Dæturnar eiga engin hlý föt né hlý teppi. Sumt fólk hefur hjálpað með allra brýnustu nauðsynjar en þær lifa við skort, meinlæti, kulda, ótta og eignamissi, verri aðstæður en hægt er að ímynda sér. Án vatns og rafmagns er varla hægt að elda mat vegna skorts á eldsneyti. Mæðgurnar hafa litla plastbala til að þvo sér upp úr og þær matreiða og hita vatn yfir eldi til að baða sig. Að afla brauðs og annarrar fæðu er stöðug barátta og þar gagnast þessar litlu peningagjafir sem berast. „Lífið er mjög frumstætt“, segir Esraa Saed, „svo frumstætt að við höfum ekki bíla til að fara á milli staða. Við göngum langar vegalengdir klukkustundum saman til að komast þangað sem við þurfum, og við notum kerrur dregnar af ösnum eða hestum.“ Allt sem hún biður um er stuðningur, til að hjálpa henni og dætrunum að lifa af, fá heilnæmt fæði og heilssusamlegt húsnæði og heiðarlegt líf eins og önnur börn. Þær berjast frá degi til dags og það munar um hvert smáframlag. Ógnin vofir stöðugt yfir þó komið sé vopnahlé. Stöðugur dynur flugvéla og dróna, jafnvel eftir vopnahlé. Hún sendi mér nýlega stutta hljóðskrá með með óhugnanlegu flugvélahljóði og myndband af dróna á flugi. Eftir stöðugar árásir eru flugvélahljóðin hreinn óhugnaður. Þeim finnst þau hafa glatað allri reisn, að þurfa að ganga fram og biðja um peninga með þessum hætti. Sumir sem þau leita til bregðast vel við, aðrir gera lítið úr þeim og enn aðrir með fyrirlitningu, vilja loka á þau, banna þau. Og jafnvel er hæðst að þeim, gert lítið úr þeim og sagt að þau geti víst étið skemmt hveiti þó ormar og pöddur séu í því. En samt, þau eru fólk með sína sögu og menningu, og stolt: „Við erum raunveruleg og við eigum okkar arf. Það þarf ekkert að fræða okkur um slíkt“. Samt er eins og viðurstyggilegt afmennskunartal Netanjahús og annarra zíonista hríni. Fólki á Gaza finnst oft að heimurinn hafi gleymt þeim og vissulega blasir við dapurlegt sinnuleysi stjórnvalda og fjölmiðla á Vesturlöndum. En það er samt hægt að byggja upp víðtækan stuðning almennings. Nú styttist í Ramadan, heilagan mánuð múslima sem þetta árið hefst um 1. mars. Ramadan er kærleikshátíð og góðgerða. Þá þarf að fasta frá sólarupprás til sólseturs og því er meiri þörf á nægum heilnæmum, próteinríkum mat og drykk á borð við kjöt, ávexti og sætindi og góðan ávaxtasafa til drykkjar til næra líkama og sál, fá orku að kvöldi eftir föstu dagsins. Í fyrra skorti alla slíka fæðu og allt sem fært gat fólki gleði hátíðarinnar og enn blasir við að matur verði af skornum skammti. Ég skora á fólk að kynna sér fólk á Gaza með þessum hætti, gefa í safnanir og jafnvel taka upp samband við þau þeim til hughreystingar. Fæstir fara í fótspor Kristínar S. Bjarnadóttur en það munar um allt og leiðirnar eru ýmsar til að styðja. Launin okkur til handa eru vinátta og einlægt þakklæti, múslímskar guðsblessanir og fyrirbænir ylja verulega um hjartarætur. Ég bið fólk líka að styrkja Esraa Saed sérstaklega: Hún er ekki meðal skjólstæðinga Kristínar, sem hreinlega getur ekki bætt fleirum við. Ég lýk þessu með orðum Stephans G. Stephanssonar, skáldsins sem mestan hluta ævi sinnar bjó í Kanada. Hann skrifaði skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri: Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada, héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn, þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja í tilfinningunni, sem fylgir því, að vita sig engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum, þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus, að eiga engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun enga gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóðinni, sem ég hefi lengst verið við kenndur (Bréf og ritgerðir IV: 361-370). Ég veit svosem ekki með sakleysi þjóðarinnar en ég vona að eitthvað sé eftir af mannúðinni. Vel má segja að Gazabúar eigi engan „að nema manúðina meðal vandalausra þjóða“. Ævi sína veit enginn fyrr en öll er, við vitum ekki einu sinni, í þessum viðsjála heimi, nema við gætum einhverntíma sjálf þurft að treyst á mannúð annarra. Söfnunarnúmer Kristínar S. Bjarnadóttur: Kt. 130668-5189, banki 0162-26-013668 Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þetta sagði Esraa Saed við mig um daginn þegar ég var að spjalla við hana í skilaboðaskjóðu Facebook. Flest okkar held ég að geri frekar hógværar kröfur til lífsins. Við þurfum að hafa í okkur og á, öryggi, staðfestu, fallegt heimili, viljum halda reisn okkar og óskum þess sama fyrir okkar nánustu og allt fólk. Og við kunnum að meta góðvild og náungakærleika. Slíkar kröfur hafa ólíkar birtingarmyndir eftir heimshlutum, - Vesturlönd eru að miklu leyti neysludrifin ofgnóttarsamfélög ójöfnuðar þar sem hagnaður og fjármagn hafa einatt forgang meðan óskir hversdagsfólks í öðrum heimshlutum eru hógværari. Þegar fólk er svipt þessum hógværu frumþörfum er lítið eftir, annað en lífsvilji og þörf fyrir að halda reisn sinni. Um síðir er það spurning um úthald. Nú er ár síðan kvenhetjur fóru til Egyptalands og björguðu fjölda fólks frá Gaza í óþökk stjórnvalda (ekki má gleyma lítilmenni sem stritaði lengi við að draga þær fyrir dóm). Síðan þá hefur smátt og smátt dafnað annar hjálparvettvangur. Ég skrifaði grein um daginn af kynnum mínum af nýrri samskiptaleið við fólk á Gaza, og leið um netmiðla til að hjálpa nauðstöddu fólki með því að safna fé fyrir allra brýnustu nauðþurftum. Þá er það fólk hér og þar í heiminum, einkum á Vesturlöndum, sem setur upp síður fyrir vini sína á Gaza því Gazabúar sjálfir hafa ekki aðgang að söfnunarsíðum á borð við gofundme.com. Þetta hefur virkað vel en ég hef ekki hugmynd um, og kannski enginn, hve víðtækt þetta sjálfsprottna net er en í það minnsta hjálpar það mörgum. Ég er ekki viss um að það sé þóknanlegt samfélagsmiðlakóngum heimsins. Fólk á Gaza leitar fast eftir hjálp, kyngir stoltinu og sendir fleiri vinarbeiðnir á Facebook og hjálparbeiðnir í athugasemdum og skilaboðum en maður kemst yfir að sinna. Lái þeim hver sem vill að þau séu ýtin – örbjarga fólk að berjast fyrir lífi sínu, barna sinna og oft aldraðra foreldra eða stórfjölskyldu. Flest þetta fólk syrgir einn eða fleiri ástvini sem myrtir hafa verið af grimmu árásarliðinu. Sum þeirra búa nú í tjöldum reistum á eða nærri rústum bústaða sinna, eða í mjög illa förnu húsnæði eftir sprengjuregn undanfarinna mánaða. Kristín S. Bjarnadóttir er sérkapítuli. Hún notar allan sinn frítíma og örugglega eitthvað af svefntímanum líka til að hjálpa fólki, tala við það í myndsímtölum, veita áfallahjálp og safna fé. Hér er viðtal við hana á kaffi.is, þegar hún var kosin manneskja ársins á þeim norðlenska miðli. Ég sé að fjöldi annarra hér á landi er virkur í þessu hjálparstarfi, einkum konur. Vissulega er þetta dropi í hafið, sem á ekki að draga úr starfi formlegra hjálparsamtaka, en í þessari leið felst annað: Svolítil kynni takast, milli Íslendinga eða Vesturlandabúa og fólks á Gaza, kynni sem annars tækjust ekki. Kynni sem eru brýnt mótvægi gegn öllum formlegum, stjórnskipulegum, pólitískum, diplómatískum samskiptum sem oft eru illa mörkuð hagsmunum, valdapólitík og langri sögu nýlendukúgunar og ofbeldis sem nú hefur náð nýju hámarki í ömurlegu þjóðarmorði. Kynni hversdagsfólks við gjörólíkar aðstæður, sem á það sameiginlegt að óska sér ekki annars en heiðarlegs góðs lífs, hamingju á fallegu heimili, heilsu og öryggis. Okkur Vesturlandabúum gefst færi á að öðlast innsýn í líf þrautpínds fólks á Gaza, öðruvísi og nánar en fæst á óhugnanlegum fréttamyndum þaðan. Ég hef kynnst fáeinum lítillega, ungum piltum, feðrum ekkjum, einstæðum mæðrum sem berjast við að afla sér fáeinna aura við aðstæður sem eru ómanneskjulegar, enda hefur allt hækkað í verði. Oft hefur maður ekki annað að segja en að maður geti ekki gefið meira en deili söfnunum í staðinn en stundum hefjast samræður, jafnvel myndsímtöl. Ein kvennanna er Esraa Saed, - móðir þriggja stúlkna, Sama 12 ára, Ghena 6 ára og Hala þriggja ára. Hún þarf ein að sjá fyrir þeim því maður hennar, sem er járnsmiður, er í Egyptalandi. Hann hyggst komast sjóleiðina inn á Gaza þegar færi gefst. Sjálf er hún BA í arabískum málum en átti erfitt með að fá fasta vinnu. Hún hefur sagt mér undan og ofan af aðstæðum þeirra. Draumur hennar og löngun var einfaldlega að búa í fallegu húsi, lifa heiðarlegu lífi í öryggi og festu, draumur sem brast í einu vetfangi. Hún bjó til söfnunarsíðu í september og margir vinir hennar fóru að dæmi hennar og hefur tekist að safna miklu en henni hefur orðið minna ágengt. Hún hefur enga hjálp séð enn frá hjálparstofnunum. Fyrir innrásina bjó hún í litlu húsi, með einu herbergi, eldhúsi, baðherbergi og asbestþaki sem hélt vatni ekkert allt of vel en þau voru hamingjusöm og nægjusöm. Þá hófst stríðið og maður hennar fór til Egyptalands til lækninga. Mæðgurnar lifðu í ógn og ótta sprengjuárása og lokað var á aðföng matvæla, landamærunum var lokað og engum hleypt í gegn nema særðum frá Gaza, engum var hleypt inn. Verðlag hækkaði og þeim var sagt að yfirgefa Rafah, síðan Al-Rumais, svo Khan Yunis, og hún átti ekki einu sinni tjald eða nokkuð sem gagn væri að. Þegar hús hennar var jafnað við jörðu missti hún allt líf sitt, vinnu og ástríðu. Hún gat ekki einu sinni sett tjald upp á húsarústunum vegna hernaðarins fyrr en nú. Hún skildi eftir flesta pappíra sína og persónulega muni sem nú er allt grafið í rústunum og hún var í burtu frá heimaslóðum sínum í 9 mánuði. Oft er erfitt að ná í mat og dagar hafa liðið án þess að þær mæðgur hefðu nokkuð til næringar. Dæturnar eiga engin hlý föt né hlý teppi. Sumt fólk hefur hjálpað með allra brýnustu nauðsynjar en þær lifa við skort, meinlæti, kulda, ótta og eignamissi, verri aðstæður en hægt er að ímynda sér. Án vatns og rafmagns er varla hægt að elda mat vegna skorts á eldsneyti. Mæðgurnar hafa litla plastbala til að þvo sér upp úr og þær matreiða og hita vatn yfir eldi til að baða sig. Að afla brauðs og annarrar fæðu er stöðug barátta og þar gagnast þessar litlu peningagjafir sem berast. „Lífið er mjög frumstætt“, segir Esraa Saed, „svo frumstætt að við höfum ekki bíla til að fara á milli staða. Við göngum langar vegalengdir klukkustundum saman til að komast þangað sem við þurfum, og við notum kerrur dregnar af ösnum eða hestum.“ Allt sem hún biður um er stuðningur, til að hjálpa henni og dætrunum að lifa af, fá heilnæmt fæði og heilssusamlegt húsnæði og heiðarlegt líf eins og önnur börn. Þær berjast frá degi til dags og það munar um hvert smáframlag. Ógnin vofir stöðugt yfir þó komið sé vopnahlé. Stöðugur dynur flugvéla og dróna, jafnvel eftir vopnahlé. Hún sendi mér nýlega stutta hljóðskrá með með óhugnanlegu flugvélahljóði og myndband af dróna á flugi. Eftir stöðugar árásir eru flugvélahljóðin hreinn óhugnaður. Þeim finnst þau hafa glatað allri reisn, að þurfa að ganga fram og biðja um peninga með þessum hætti. Sumir sem þau leita til bregðast vel við, aðrir gera lítið úr þeim og enn aðrir með fyrirlitningu, vilja loka á þau, banna þau. Og jafnvel er hæðst að þeim, gert lítið úr þeim og sagt að þau geti víst étið skemmt hveiti þó ormar og pöddur séu í því. En samt, þau eru fólk með sína sögu og menningu, og stolt: „Við erum raunveruleg og við eigum okkar arf. Það þarf ekkert að fræða okkur um slíkt“. Samt er eins og viðurstyggilegt afmennskunartal Netanjahús og annarra zíonista hríni. Fólki á Gaza finnst oft að heimurinn hafi gleymt þeim og vissulega blasir við dapurlegt sinnuleysi stjórnvalda og fjölmiðla á Vesturlöndum. En það er samt hægt að byggja upp víðtækan stuðning almennings. Nú styttist í Ramadan, heilagan mánuð múslima sem þetta árið hefst um 1. mars. Ramadan er kærleikshátíð og góðgerða. Þá þarf að fasta frá sólarupprás til sólseturs og því er meiri þörf á nægum heilnæmum, próteinríkum mat og drykk á borð við kjöt, ávexti og sætindi og góðan ávaxtasafa til drykkjar til næra líkama og sál, fá orku að kvöldi eftir föstu dagsins. Í fyrra skorti alla slíka fæðu og allt sem fært gat fólki gleði hátíðarinnar og enn blasir við að matur verði af skornum skammti. Ég skora á fólk að kynna sér fólk á Gaza með þessum hætti, gefa í safnanir og jafnvel taka upp samband við þau þeim til hughreystingar. Fæstir fara í fótspor Kristínar S. Bjarnadóttur en það munar um allt og leiðirnar eru ýmsar til að styðja. Launin okkur til handa eru vinátta og einlægt þakklæti, múslímskar guðsblessanir og fyrirbænir ylja verulega um hjartarætur. Ég bið fólk líka að styrkja Esraa Saed sérstaklega: Hún er ekki meðal skjólstæðinga Kristínar, sem hreinlega getur ekki bætt fleirum við. Ég lýk þessu með orðum Stephans G. Stephanssonar, skáldsins sem mestan hluta ævi sinnar bjó í Kanada. Hann skrifaði skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri: Ætti það fyrir mér að liggja að stíga út fyrir landsteina Kanada, héldi ég mér heldur ekki neinn háska búinn, þó ekki ætti ég neitt stórveldi að bakhjarli. Mér er nærri ánægja í tilfinningunni, sem fylgir því, að vita sig engan eiga að, nema mannúðina meðal vandalausra þjóða. Svo er líka fyrir að þakka, að henni má treysta nú á tímum, þegar engar óspektir ganga, sé ferðalangurinn sjálfur fullvita og hrekkja- og hrokalaus, að eiga engri óvild að mæta sökum þjóðar sinnar. Og ég er svo heppinn, að í öðrum löndum mun enga gruna, að þau eigi neitt grátt að gjalda litlu þjóðinni, sem ég hefi lengst verið við kenndur (Bréf og ritgerðir IV: 361-370). Ég veit svosem ekki með sakleysi þjóðarinnar en ég vona að eitthvað sé eftir af mannúðinni. Vel má segja að Gazabúar eigi engan „að nema manúðina meðal vandalausra þjóða“. Ævi sína veit enginn fyrr en öll er, við vitum ekki einu sinni, í þessum viðsjála heimi, nema við gætum einhverntíma sjálf þurft að treyst á mannúð annarra. Söfnunarnúmer Kristínar S. Bjarnadóttur: Kt. 130668-5189, banki 0162-26-013668 Höfundur er bókmenntafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun