Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2025 11:32 Fjölskyldan saman á góðri stundu. Selma Hafsteinsdóttir er 35 ára móðir. Hún kynntist manninum sínum í Kvennaskólanum og þegar leið á sambandið fóru þau að reyna eignast saman barn. „Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Sjá meira
„Þetta er rosalega skemmtilegt ball þangað til þetta er alltaf að mistakast og þetta verður að algjörri kvöð,“ segir Selma. Hún sagði sögu þeirra hjóna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Parinu gekk illa að fara hina hefðbundnu leið í barneign. „Maður nennir þessu einhvern veginn engan veginn en ég fann alltaf á mér að það væri eitthvað að,“ segir Selma. Tilfinningin hafði fylgt henni allt frá menntaskólaaldri. Vissi þetta alltaf innst inni „Innst inni hafði ég þá tilfinningu og í raun vitneskju að ég myndi ættleiða barn,“ segir Selma. „En við fórum í tæknisæðingar, glasafrjóvgun og létum setja upp frosna fósturvísa og það fór alltaf. Þetta er svona óútskýrð ófrjósemi. Við tókum þetta með trompi í heilt ár og þetta var rosalegur hormónatími fyrir mig. Ég man að þetta var bara ógeðslegur tími. Þetta kostaði pening en manni var alltaf skítsama um peningana. Svo er maður að dæla í sig hormónadæmi og maður er rosalega óléttur en aldrei með barn.“ Þau hjónin hafa gengið í gegnum margt saman. Hún segist hafa gengið í gegnum þunglyndi á þessum tíma. „Ég var rosalega leiðinleg og Steini þekkti mig bara ekki á þessum tíma. Ég forðaðist aðstæður og vildi ekki hitta fólk. Ég var það grilluð í hausnum að einu sinni var mágkonan mín kasólétt og ég bara tók ekki eftir því, ég bara neitaði að sjá það. Ég neitaði að fara í barnaafmæli og hataði jólin,“ segir Selma og hlær. En hvaða áhrif hafði þetta á hjónabandið? „Þetta gerði okkur sterkari og hann stóð með mér eins og klettur. Ég var ógeðslega leiðinleg á þessum tíma en við höfum alltaf verið þannig að þegar það koma erfiðleikar þá stöndum við svo ógeðslega vel saman. Það er okkar styrkur sem hjón. Þegar hann lendir í einhverju þá gríp ég hann og svo öfugt. Þarna þurfti hann að setja mig í bómull og passa vel upp á mig.“ Eins og að frelsast Eftir að hafa gefist upp á tæknifrjóvgun þá var ákveðið að fara aðra leið og reyna við ættleiðingaferlið. „Við ákváðum í framhaldinu að fara á fund með Íslenskri ættleiðingu og ég fann strax að þetta var okkar leið og ég varð ógeðslega glöð. Steini var alveg glaður en ekki eins og ég. Síðan förum við í framhaldinu á námskeið sem kallast Er ættleiðing fyrir mig? Og þá var eins og við hefðum frelsast.“ Þau fengu að ættleiða dreng frá Tékklandi en frá því að þau fóru inn í kerfið árið 2014 liðu tvö ár þar til að símtalið kom. Þegar þau hittu Martin í fyrsta sinn. „Það var hringt í vinnusímann hjá mér og það kom einhver hlaupandi til mín og sagði að það væri síminn til mín. Heilinn á mér fer í eitthvað shutdown og ég vildi bara ekki trúa þessu. Svo segir hann við mig að það bíði okkur upplýsingar um barn og við þyrftum að drífa okkur upp á skrifstofu. Þarna var hann alveg að verða tveggja ára og heitir Martin Már í dag. Við bættum við nafninu Már.“ Þau þekkja bakgrunn drengsins en það er hans að ákveða hvað verður í þeim málum í framtíðinni. Þau voru úti í sex vikur og komu heim rétt fyrir jól árið 2016. Hann tók foreldrum sínum strax vel. Þegar heim var komið tók við fæðingarorlof. Selma opnaði sig um ófrjósemi og ættleiðingarferlið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Maður upplifði sig svolítið einan og það skilur enginn hvað maður er að ganga í gegnum. Ég fékk í kjölfarið ættleiðingarþunglyndi eða meira svona ættleiðingarkvíða. Ég elska strákinn meira en allt en þetta var einmanalegt. Sama hvort þú fæðir barnið eða ættleiðir það þá veistu ekkert hvernig það er að vera foreldri. Það var rosalega mikil skömm því maður er að fara þessa leið og þetta er það sem þig langar mest í í heiminum. Af hverju líður mér svona? Ég er með drauminn minn hérna við hliðina á mér,“ segir Selma og segist hafa þurft að fá sálfræðiaðstoð í kjölfarið. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ættleiðingar Fjölskyldumál Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Sjá meira