Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 19:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaherra. vísir/Arnar Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“ Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir að hafa komið öðrum til bjargar í hnífaárás á menningarnótt stigu fram í Kompás í gær. Sögðu frá stelpunni sinni, örlagadeginum, atburðarásinni og sorginni sem þau reyna nú að beina í jákvæðan farveg í gegnum minningarsjóð Bryndísar. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu, nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar í Kompás. Ofbeldismálum meðal barna hefur stórfjölgað á liðnum árum og eftir árásina á menningarnótt kynnti síðasta ríkisstjórn aðgerðaráætlun sem var ætlað að sporna gegn þróuninni. Dómsmálaráðherra segir að ný ríkisstjórn muni notfæra sér þær aðgerðir sem hafi gefist vel en að stefnuyfirlýsing þeirra sé einnig skýr. „Yfirlýsingin er mjög skýr um að horfa þurfi til líðan barna og ungmenna. Að horfa til geðheilbrigðisþjónustu og efla hana og við höfum til dæmis talað um að það verði engar sumarlokanir á meðferðarstöðum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún hvetur foreldra einnig til þess að ræða við börn um ofbeldi, mörk í samskiptum og hættur sem fylgja vopnaburði. „Þessi þáttur sýnir það mjög skýrt að við sem samfélag höfum þegar greitt dýrasta mögulega gjald fyrir það þegar barn eða ungmenni gengur um með hníf og við viljum gera allt sem við getum til að svona endurtaki sig ekki á Íslandi. Að svona hræðilegir glæpir og hræðileg mál verði aldrei íslenskur veruleiki,“ segir Þorbjörg. Í Kompás var greint frá því að forráðamenn gerandans voru handteknir og grunuðir um hylmingu. Þau sendu hann í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, settu föt hans í þvottavél, földu vopnið og lugu til um ferðir sínar. Samkvæmt heimildum fann lögregla fann hnífinn síðar í bakpoka í skottinu á bílnum þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en fellt þar niður þar sem það er refsilaust að koma undan sönnunargögnum þegar um nána vandamenn er að ræða. Aðspurð hvort þessi undanþága sé eðlileg segir Þorbjörg að málið verði skoðað. „Það er auðvitað margt í þessari sögu sem stingur. Við skoðum alla þætti þar um. En ég ætla ekki að svara því afdráttarlaust hvað ég geri í kjölfarið hvað breytingar hvað þennan þátt varðar.“
Kompás Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira