Fox Sports sendi út leikinn og segir að 126 milljón Bandaríkjamanna hafi horft að meðaltali á leikinn. Það er þá metáhorf annað árið í röð. Í fyrra horfðu 123,7 milljónir Bandaríkjamanna á Super Bowl.
Leikurinn var á milli Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Áhorfið fór mest upp í 135,7 milljónir í öðrum leikhluta. Leikurinn var svo lítt spennandi í síðari hálfleik en Eagles vann sannfærandi sigur.
Sífellt fleiri horfa í gegn streymi en sú tala var í 14,5 milljónum þetta árið.
Áhorfið á NFL-deildina hefur verið á stöðugri uppleið síðustu ár. Yfir 35 milljónir fylgdust með úrslitakeppninni en meðaláhorf á deildarkeppnina var yfir 17 milljónir.