Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:32 Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Nú hafa verkföll verið boðuð frá 21. febrúar nk. í fimm framhaldsskólum og veita þessar fréttir mér miklu hugarangri þar sem Menntaskólinn á Akureyri er einn þessara skóla. Munu verkfallsaðgerðir hafa bein áhrif á mína fjölskyldu í þetta sinn. Sonur minn stundar sitt framhaldsnám þar og voru ýmsar ástæður fyrir þessu skólavali og vó þar bekkjakerfi, námsbraut, gott orðspor og heimavist allnokkru. Ég ætla ekki að setja mat mitt á deilumál á milli aðila. Ég vil aðeins tjá hugleiðingar mínar varðandi yfirvofandi verkföll framhaldsskólanna sem foreldri og hvaða mögulegar afleiðingar þetta getur haft fyrir þessa nemendur. Framhaldsskólar á Íslandi eru rúmlega 35 talsins. Langflestir þeirra eru opinberir skólar í eigu íslenska ríkisins og eru verkföll boðuð í fimm þeirra þegar þetta er ritað. Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu þar sem ekki ríkir skólaskylda og eru yfirvofandi verkfallsaðgerðir í aðeins fimm framhaldsskólum að mínu mati gífurleg mismunun. Það er nemandans að ákveða að stunda framhaldsnám í skóla að eigin vali, greiða þar skólagjöld ásamt ýmsum auka gjöldum eins og húsaleigu, matar- og ferðakostnaði. Ég lít svo á að yfirvofandi verkfallsaðgerðir framhaldsskólana sé óréttlátt miðað við hvaða framhaldsskóla einstaklingur hefur valið að stunda nám sitt í. Þá finnst mér líklegt að gæði náms sé að veði og óvissa með afleiðingar andlega og félagslega á nemendur þessara skóla. Ég sem móðir drengs í framhaldsskóla hef miklar áhyggjur af hvaða áhrif svona ótímabundið verkfall hefur á son minn. Eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskólum í Evrópu er á Íslandi (Stjórnarráðið, 2024). Þá er brottfall úr framhaldsskóla mun hærra meðal drengja og var nógu alvarleg staða meðal þeirra í menntakerfinu fyrir. Þetta verkfall verður ekki til þess að stuðla að bættri líðan, virkni, áhuga, skýrari tilgangi og betri námsárangri hjá nemendum þessara fimm skóla. Það getur verið ansi snúið fyrir foreldra á landsbyggðinni að hvetja börn sín til frekara náms og sýna þeim aðhald í framhaldsnámi sérstaklega þegar þessir nemendur þurfa að stunda nám fjarri foreldrum og heimahögum. Framhaldsskólarnir á Akureyri eru heimavistarskólar og er því talsvert fjárhagslegt tjón sem nemendur á heimavist hljóta ef af verkfalli verður. Fæðisgjald og húsaleigu þarf að greiða áfram þrátt fyrir að barnið fái ekki að stunda nám á meðan verkfalli stendur og finnst mér ekki boðlegt að hafa son minn aðgerðalausan rúmum 300 km í burtu um óákveðinn tíma. Þá hvílir andleg byrði á nemendum og foreldrum að vita ekki hversu lengi verkfall muni vara og erfitt er að gera aðrar ráðstafanir. Ekki er auðvelt að fá vinnu eða önnur verkefni við hæfi fyrir ungmenni tímabundið með slíkri óvissu sem yfirvofandi og ótímabundið verkfall er. Ég tel því óásættanlegt að framhaldsskólanemum þessara fimm framhaldsskóla verði mismunað á þennan hátt. Höfundur er foreldri framhaldsskólanema.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar