Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum Aron Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 09:31 Íslenskt kraftlyftingafólk náði frábærum árangri á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum MYND: Kraft Það má með sanni segja að íslenskt kraftlyftingafólk hafi verið áberandi á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum um nýliðna helgi. Dagmar Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet sex sinnum á mótinu. Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg. Kraftlyftingar Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Mótið er haldið í Albi í Frakklandi þessa dagana og keppir Dagmar með íslenska liðinu M4 sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri í þyngdarflokki – 57 kg en Ísland er með lið í öllum flokkum mótsins. Dagmar, sem hefur stundað kraftlyftingar um árabil, varð önnur stigahæsta konan í sínum aldursflokki, yfir alla þyngdarflokka og er nú heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu sem og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki. Dagmar var í stuði í Albi og engin furða því það gekk vel hjá henniMynd: Kraft Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og tók seríuna 86,5 kg, 90 kg og 96 kg Samhliða því setti hún jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum; M4, M3 og M2. Þá lyfti Dagmar 37,5 kg og 40 kg í bekkpressu sem er við hennar besta. Auk þess að slá heimsmetið í hnébeygju gerði Dagmar slíkt hið sama í síðustu lyftu sinni í réttstöðulyftu en einnig sló hún heimsmet í samanlögðum árangri (255 kg og 260,5 kg) sem er einnig Íslandsmet í tveimur flokkum. Sló tuttugu Íslandsmet Þá sló Jóhann Frímann Traustason samtals tuttugu Íslandsmet á sama móti. Hann keppti með íslenska liðinu í öldungaflokki M4, sem er skipað kraftlyftingafólki 70 ára og eldri og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu. Með árangri sínum sló Jóhann Frímann, sem hóf styrktar þjálfun fyrir 18 mánuðum síðan, tólf Íslandsmet í sínum aldursflokki og samtímis átta met í aldursflokkunum M3 og M2, sem er annars vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 50-69 ára og hins vegar flokkur kraftlyftingafólks á aldrinum 40-49 ára. Jóhann Frímann á palliMynd: Kraft Jóhann Frímann (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur - Kraftfélaginu) keppir með íslenska liðinu, í öldungaflokki M4 (70 ára og eldri) -66 kg. og lenti í öðru sæti í sínum þyngdarflokki á mótinu í dag. Í keppninni sló hann jafnframt tólf íslandsmet í aldursflokknum; í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri og samtímis átta met í aldursflokkunum M3(50-69 ára) og M2(40-49 ára). Jóhann Frimann er þvi tólffaldur Íslandsmethafi í sínum þyngdarflokki í þremur aldursflokkum M4, M3 og M2 með 77,5 kg. hnébeygju, 55 kg, bekkpressu og 90 kg. réttstöðulyftu og samanlagðan árangur, 227,5 kg.
Kraftlyftingar Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira