Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 09:43 Leikarinn Callum Kerr í hlutverki sínu í Virgin River og stjúpfaðir hans, Andrew, og móðir hans, Dawn. Samsett Skoski sjónvarpsleikarinn Callum Kerr hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna andláts móður sinnar og eiginmanns hennar í Aveyron í suðvesturhluta Frakklands þar sem þau bjuggu. Franska lögreglan rannsakar andlát þeirra en grunur leikur á að þau hafi verið myrt. Dawn Searle, móðir Kerr, og eiginmaður hennar, Andrew Searle, fundust látin á fimmtudag á heimili sínu í Frakklandi. Þau fundust um hádegisbil á fimmtudag. Fram kemur í frétt Guardian um málið að þau hafi búið í Frakklandi í um tíu ár. Hann vann áður við að rannsaka fjársvikamál og hún sem verkefnastjóri. Í umfjöllun Guardian segir að móðir hans hafi fundist fyrir utan húsið, í garðinum, með alvarleg höfuðmeiðsli og skartgripi í kringum sig. Nágranni hafi fundið hana og talið hana nakta og slasaða og hringt á viðbragðsaðila. Þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi þau svo fundið eiginmann hennar látinn. Í frétt Guardian segir að lögreglan sé engu nær um hvað hafi átt sér stað á heimili þeirra. Rannsókn sé enn í gangi. „Andlát þeirra beggja var ofbeldisfullt en ég get ekki staðfest að um manndráp sé að ræða. Allar tilgátur eru enn til skoðunar,“ sagði Nicolas Rigot-Muller saksóknari í Frakklandi við fjölmiðla á föstudag og að þau yrðu bæði krufin á morgun, mánudag. Yfirlýsing frá leikaranum og fjölskyldunni.Instagram Í tilkynningu Kerr á Instagram kom fram að fjölskyldan syrgði fráfall þeirra og að þau væru ekki til viðtals en að þau myndu veita frekari upplýsingar síðar. Kerr lék um árabil í bresku sápuóperunni Hollyoaks en lék einnig lítið hlutverk í síðustu seríu Netflix-þáttanna Virgin River sem eru vinsælir á Íslandi. Þá hefur hann einnig gefið út tónlist. Frakkland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Dawn Searle, móðir Kerr, og eiginmaður hennar, Andrew Searle, fundust látin á fimmtudag á heimili sínu í Frakklandi. Þau fundust um hádegisbil á fimmtudag. Fram kemur í frétt Guardian um málið að þau hafi búið í Frakklandi í um tíu ár. Hann vann áður við að rannsaka fjársvikamál og hún sem verkefnastjóri. Í umfjöllun Guardian segir að móðir hans hafi fundist fyrir utan húsið, í garðinum, með alvarleg höfuðmeiðsli og skartgripi í kringum sig. Nágranni hafi fundið hana og talið hana nakta og slasaða og hringt á viðbragðsaðila. Þegar lögregla og aðrir viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi þau svo fundið eiginmann hennar látinn. Í frétt Guardian segir að lögreglan sé engu nær um hvað hafi átt sér stað á heimili þeirra. Rannsókn sé enn í gangi. „Andlát þeirra beggja var ofbeldisfullt en ég get ekki staðfest að um manndráp sé að ræða. Allar tilgátur eru enn til skoðunar,“ sagði Nicolas Rigot-Muller saksóknari í Frakklandi við fjölmiðla á föstudag og að þau yrðu bæði krufin á morgun, mánudag. Yfirlýsing frá leikaranum og fjölskyldunni.Instagram Í tilkynningu Kerr á Instagram kom fram að fjölskyldan syrgði fráfall þeirra og að þau væru ekki til viðtals en að þau myndu veita frekari upplýsingar síðar. Kerr lék um árabil í bresku sápuóperunni Hollyoaks en lék einnig lítið hlutverk í síðustu seríu Netflix-þáttanna Virgin River sem eru vinsælir á Íslandi. Þá hefur hann einnig gefið út tónlist.
Frakkland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira