Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. febrúar 2025 21:27 Knútur Ármann með jarðarber frá Jarðarberjalandi en Knútur og Helena keyptu rekstur stöðvarinnar um áramótin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslensk jarðarber hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú enda seljast þau oftast upp í verslunum. Í einni garðyrkjustöð á Suðurlandi verða ræktuð 60 tonn af jarðarberjum í ár og seljast þau öll eins og heitar lummur. Hver jarðarberjaplanta er notuð í fjórar mánuði en þá er henni skipt út fyrir nýja plöntu. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Friðheima eða þau Knútur Ármann og Helena Hermundardóttir tóku við rekstri garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Reykholti í Bláskógabyggð um áramótin af Hólmfríði Geirsdóttur og Steinari Jensen en stöðin er rétt hjá Friðheimum. Jarðarber hafa alltaf verið vinsæl hjá landsmönnum enda fátt betra en að fá sér íslensk safarík og holl jarðarber enda segir Knútur að berin séu gott dæmi um hágæða vöru úr íslenskri ylrækt. Nýja stöðin hjá Friðheimum er mjög tæknivædd en gróðurhúsinu er skipt upp í 12 einingar þar sem uppskeran er mjög svipuð í hverri einingu allt árið. Jarðaberjaplönturnar koma sem mjög litlar plöntur inn í gróðurhúsið en það tekur þær svo um tvo mánuði að koma með jarðarber og svo er týnd af plöntunni í um tvo mánuði þannig að ferli hverrar plöntu er um fjórir mánuðir en þá er plöntunni skipt út fyrir nýja jarðaberjaplöntu. Svona gengur þetta koll af kolli. Knútur segir að íslensk jarðarber séu alltaf að verða vinsælli og vinsælli enda stoppi þau stutt út í búðum, þau seljist meira og minna öll. Í Jarðarberjalandi verða framleidd um 60 tonn af íslenskum jarðarberjum í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú ertu líka að rækta tómata í Friðheimum, hvort er nú betra tómatar eða jarðarber? „Það er bara gaman að koma að þessu líka. Við erum náttúrulega búin að vera í því að rækta tómata í 30 ár þannig að við kunnum það bara nokkuð vel og því var mjög gaman að útvíkka bæði sjálfan sig og sjóndeildarhringinn og taka við þessum rekstri en hvoru tveggja bæði gott,” segir Knútur. Þannig að þú ert bara bjartsýnn með þetta? „Mjög bjartsýnn og það sem er gaman við jarðarberin er að við getum fléttað því svolítið inn í ferðaþjónustu hlutann á okkar starfsemi líka því við opnuðum vínstofu og bistro bar fyrir einu og hálfu ári síðan þannig að nú er hægt að koma þar og fá ferska jarðaberjakokteila og drykki úr okkar heimaræktuðu jarðarberjum,” segir Knútur Ármann.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira