Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur. Það sér hver maður að það gengur ekki upp, en hvers vegna ætlumst við til að kennarar sinni starfi sínu þó þeir séu sviknir um þau laun sem þeir hafa samið um, í skjóli þess að ekki var búið að útfæra launaliðinn í samningum sem gerður var fyrir 8 árum. Þá var samið um að jafna lífeyrisréttindi og laun miðað við almenna markaðinn. Þá seldu kennarar sérkjör sín í lífeyrisréttindum fyrir hærri laun sem gilda á opinberum markaði. Framkvæmd samningsins var að breyta lífeyrisréttindunum til jafns við almanna markaðinn en ekki laununum. Launagreiðandinn ákveður því einhliða að greiða kennurum 75% (áætluð tala af mér) af umsömdum launum sínum og kemst upp með það hingað til. Vissulega var krafa kennara ekki um að þessi leiðrétting ætti sér stað í einum áfanga 2016, en níu ár eru liðin síðan og ekkert bólar á efndum. Eðlilega eru kennarar ósáttir við að þurfa að vinna á skertum launum, enda myndu ekki margir ganga að þeim afarkostum. Ofan á það hefur hópur foreldra nú stefnt KÍ fyrir að kenna ekki börnum þeirra á skertum launum. Þau krefjast þess að kennarar barna þeirra kenni börnum þeirra þó þeir fái ekki greitt nema hluta af umsömdum launum sínum. Af einhverjum undarlegum ástæðum berst þessi kæra ekki til yfirvalda sem bera ábyrgð á rekstri leikskóla og hafa ekki staðið við kjarasamning frá 2016. Auk þess er vandséð að hægt sé að kæra fyrir þjónustufall á þjónustu sem ekki er lögboðin. Ekki er að sjá að þeir foreldrar sem kæra kennara barna sinna fyrir að vinna ekki á afsláttarkjörum, beri mikla virðingu fyrir þeim. Ætla má að þau sætti sig við að hver sem er passi þau svo þau komist í vinnu. Vissulega er það mismunun að ekki skuli allir skólar fara í verkfall í einu, en í leikskólanum er dagleg mismunun allt árið um kring, á þann veg að sum börn hafa menntaða kennara til að taka með þeim fyrstu skrefin á menntabrautinni á meðan önnur njóta þess ekki. Þó KÍ hefði farið í allsherjarverkfall, hefðu skólar sem mannaðir eru án kennara verið opnir. Myndu foreldrar kæra KÍ fyrir það? Væru foreldrar þeirra barna sem væru opnir þá heppnir? Ég vona að virðing foreldra fyrir kennurum barna sinna sé meiri en svo að svarið sé já. Varðandi laun kennara í grunn- og framhaldsskólum þykir mörgum að eðlilegt sé að þeir séu ekki á jafn háum launum og sérfræðingar á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir vinni styttri vinnutíma en aðrir og séu í lengri fríum en aðrir. Ég ætla ekki að fara út í þá umræðu sem er algert kviksyndi heldur spyrja ykkur sem eruð þeirrar skoðunar eftirfarandi spurninga. Viljið þið lengja kennslu barna ykkar? Finnst ykkur eðlilegt að vinnudagur barna sé jafn langur og vinnudagur fullorðinna? Hvernig sáið þið fyrir ykkur að hægt sér að koma í veg fyrir námsþreytu strax á barnsaldri ef skóladagur er svo langur að lítið sem ekkert svigrúm er fyrir frjálsan leik barnanna ykkar? Hyggist þið þá draga börnin ykkar út úr tómstundastarfi svo eitthvað rými sé fyrir frjálsan leik, eða metið þið ekki gildi þess að börnin ykkar hafi tíma til að skapa sér sinn eigin leik þar sem reynir á frumkvæði, sköpun og samvinnu? Tími til að vera frjáls einstaklingur án stýringar fullorðinna. Viljið þið stytta frjálsan leik barna ykkar? Ef þið viljið ekki auka álag barnanna ykkar og taka frá þeim frelsið þá hefur lítið upp á sig að lengja vinnutíma kennaranna í einsetnum skóla. Finnst ykkur þá að kennararnir eigi að vera með það lág laun að þeir þurfi að stunda aðra vinnu til að ná sömu kjörum og aðrir með sambærilega menntun? Teljið þið að það komi börnum ykkar til góða að kennarinn komi þreyttur til vinnu eða metið þið gildi þess að kennarinn komi ferskur til kennslu barna sem eru enn að læra á lífið, reyna mörg á þolrifin og þurfa því meiri stuðning, festu og skilning sem hegðun þeirra er erfiðari? Teljið þið að tregða samfélagsins að meta gildi ferskra og vel menntaðra kennara, styrki þá í störfum sínum? Sú var tíð að kennarar voru með sömu laun og þingfarakaup og öllum fannst sjálfsagt og eðlilegt að kennarar væru vel launaðir. Er kominn tími til að jafna þessi kjör á ný? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar