Josh Allen bestur í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Enginn háskóli hafði áhuga á Josh Allen er hann kom úr framhaldsskóla. Hann er núna verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar. vísir/getty Lokahóf NFL-deildarinnar, NFL Honors, fór fram í nótt en þá voru bestu leikmenn deildarinnar heiðraðir. Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00. NFL Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira
Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00.
NFL Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Sjá meira