Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 09:30 Sessegnon-tvíburarnir ólust upp hjá Fulham en núna spilar Steven með Wigan. Twitter Það verður tvíburaslagur í elstu fótboltakeppni heims, ensku bikarkeppninni, á morgun þegar Wigan og Fulham mætast í fjórðu umferð keppninnar. Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Steven og Ryan Sessegnon ólust upp hjá Fulham og voru liðsfélagar í um tíu ár en nú munu þessir 24 ára gömlu tvíburar að öllum líkindum mætast. „Þetta verður mjög skrýtið,“ segir vinstri bakvörðurinn Steven sem er um það bil 25 mínútum eldri en Ryan. „Ryan er tvíburabróðir minn og leikurinn er gegn mínu gamla félagi. Þetta verður spennandi fyrir alla fjölskylduna,“ segir Steven við BBC. Foreldrarnir nógu stressaðir við að sjá annan spila Eldri bræðurnir Chris, Yannick og Richie munu allir mæta á leikinn en foreldrarnir, Bridgette og Desire, verða ekki á svæðinu. „Mamma og pabbi verða nógu stressuð við að horfa á annan okkar spila. Ég held að þau muni ekki höndla það að sjá okkur báða á vellinum á sama tíma,“ segir Steven. Steven er á sinni annarri leiktíð með Wigan en Ryan var seldur frá Fulham til Tottenham árið 2019, fyrir 25 milljónir punda, en sneri svo aftur til Fulham síðasta sumar. Eins og fyrr segir eru þeir uppaldir hjá Fulham og þeir höfðu báðir spilað fyrir aðallið félagsins áður en þeir náðu 18 ára aldri þann 18. maí 2018. Ef þeir fá báðir að spila á morgun verður það í fyrsta sinn sem tvíburarnir mætast á fótboltavellinum. Ryan hefur þó verið í litlu hlutverki hjá Fulham í vetur en spilað bikarleiki, og Steven spilaði síðast 4. janúar vegna hnémeiðsla en er mættur aftur til æfinga og verður í hópnum á morgun. Leikur Fulham og Wigan verður ekki sýndur hér á landi en fjöldi bikarleikja er þó á dagskrá á Vodafone Sport um helgina eins og sjá má í töflunni hér að neðan. 07. feb. 19:50 Man. Utd. - Leicester FA Cup 08. feb. 12:10 Leeds - Millwall FA Cup 08. feb. 14:55 Everton - Bournemouth FA Cup 08. feb. 17:40 Birmingham - Newcastle FA Cup 08. feb. 19:55 Brighton - Chelsea FA Cup 09. feb. 12:25 Blackburn - Wolves FA Cup 09. feb. 14:55 Plymouth - Liverpool FA Cup 09. feb. 17:30 Aston Villa - Tottenham FA Cup 10. feb. 19:40 Doncaster - Crystal Palace FA Cup
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira