Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar 6. febrúar 2025 18:31 Komiði sæl öll. Ég óska sérstaklega ykkur nýkjörnu þingmönnum til hamingju með nýtt ábyrgðar og þjónustustarf. Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við og það liggur í loftinu að almenningur væntir mikils af henni. Það verður sannarlega spennandi og áhugavert að fylgjast með nýjum áherslum og störfum þeirrar ríkisstjórnar. Erindi mitt við ykkur er vegna heimsfrétta sem enginn ykkar hefur væntanlega farið varhluta af. Í gær lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir á blaðamannafundi sem hann hélt með stríðsglæpamanninum Benjamin Netanyahu að Bandaríkin myndu endanlega sjá um að klára þá hrinu þjóðernishreinsana/þjóðarmorðs sem Ísrael hefur unnið ötullega að sérstaklega á Gaza undanfarna 15 mánuði en í Palestínu undanfarin 76 ár og tók fram að „Bandaríkin myndu hreinsa svæðið af Palestínumönnum og að þeir myndu byggja þar " næs rivieru“ og tiltók í ávarpi sínu til blaðamanna „að Bandaríkin myndu koma til með að eiga Gaza“. PRESIDENT DONALD TRUMP: "The only reason the Palestinians want to go back to Gaza is they have no alternative. It’s right now a demolition site. This is just a demolition site. Virtually every building is down. They’re living under fallen concrete that’s very dangerous and very precarious. They instead can occupy all of a beautiful area with homes and safety, and they can live out their lives in peace and harmony, instead of having to go back and do it again. The U.S. will take over the Gaza Strip, and we will do a job with it, too. We’ll own it and be responsible for dismantling all of the dangerous unexploded bombs and other weapons on the site, level the site and get rid of the destroyed buildings, level it out, create an economic development that will supply unlimited numbers of jobs and housing for the people of the area — do a real job, do something different, just can’t go back. If you go back, it’s going to end up the same way it has for a hundred of years." Sýn Bandaríkjaforseta á framtíð Gaza sem hreinsuð hefði verið af Palestínumönnum var eftirfarandi eftir morgunverðinn: PRESIDENT DONALD TRUMP: We have an opportunity to do something that could be phenomenal. And I don’t want to be cute. I don’t want to be a wise guy. But the Riviera of the Middle East, this could be something that could be so — this could be so magnificent." Hann var spurður af blaðamanni, hvort hernum yrði beitt í þessu sambandi og svaraði þá: PRESIDENT DONALD TRUMP: "As far as Gaza is concerned, we’ll do what is necessary. If it’s necessary, we’ll do that. We’re going to take over that piece, and we’re going to develop it, create thousands and thousands of jobs. And it will be something that the entire Middle East can be very proud of." Forsetinn gaf sem sagt út á blaðamannafundi, að hann hefði í hyggju að brjóta alþjóðalög. Hann, með orðum sínum, gerði það vopnahléi sem nú er að hefja sinn annan fasa, að engu þegar hann deildi sýn sinni. Hann hafði ennfremur þær skyldur sínar að engu sem forseti, að láta handtaka þennan ákærða stríðsglæpamann Netanyahu sem við hlið hans sat, og láta færa hann fyrir Alþjóðadómstól, samstundis. Þar braut hann m.a. gegn grundvallarskyldum sínum sem forseti en lét ekki þar við sitja. Á þessum blaðamannafundi talaði Bandaríkjaforseti, Donald Trump um hugmyndir sínar hvað varðar framtíð Gaza, en gestur hans, Benjamin Netanyahu hefur eins og heimsbyggðin veit, staðið fyrir þeirri þjóðarmorðshrinu sem við höfum horft upp á stanslaust í 15 mánuði, hann er forsvarsmaður þess að farið hefur verið þar um, með algerri gereyðingu, hann hefur fyrirskipað slátrun á tugþúsundum barna, sumir segja hundruðum þúsunda barna því flest þeirra eru ekki þekkjanleg (ekki hægt að auðkenna) eftir að þau hafa verið sprengd í tætlur með ólöglegum þungavopnum Ísraela/USA. Netanyahu, morgunverðarfélagi Trumps í gærmorgun er einmitt maðurinn sem fyrirskipar skipulagðar slátranir á Palestínskum fjölskyldum. Í nóvember síðastliðnum taldist heilbrigðisráðuneyti Gaza til, að meira en 1400 fjölskyldur hefðu verið þurrkaðar út af "registreri" Gaza en það gildir líka, það sem áður kom fram, að margföldun þeirrar tölu er óumflýjanleg, því líkamspartar þekkjast ekki í flestum tilvikum. Benjamin Netanyahu hefur farið fyrir beitingu hungursneyðar sem vopni á Palestínsku þjóðina, enn einn stríðsglæpurinn, hann er í forsvari fyrir þær pyntingar sem fram fara í ísraelskum fangabúðum en frásagnir um þær eru þess eðlis að ímyndunarafl okkar nær ekki utan um viðbjóðinn. Satan sjálfur stæði á gati. Og allur umheimurinn hefur fylgst með, í beinni útsendingu. Við vitum þetta öll. Almenningur kúgast, og mótmælir. Ráðamenn gera ekkert. Á blaðamannafundinum þar sem hugmyndirnar af morgunverðarborðinu voru viðraðar, talaði forseti Bandaríkjanna um jörð Palestínu, Gaza, þar sem nú mörg hundruð þúsund lík liggja undir rústum vegna drápsæðis morgunverðarfélagans Netanyahus og stjórnar hans, þar talar Trump um Gaza sem "ansi skemmtilegan möguleika fyrir hótelrekstraraðila, rívíera Miðausturlanda! Hann talar um Palestínska þjóð sem þar hefur ræktað jörð sína kynslóð fram af kynslóð, allt frá því er sögur hófust, í mörg þúsund ár, með þeirri lítilsvirðingu, sem aðeins ekta rasistum, er eiginleg. Bandaríkjaforseti sat þarna með Benjamin Netanyahu, stríðsglæpamanninum sem ákærður er fyrir glæp gegn mannkyni, einmitt sama glæpnum og Adolf Hitler framdi á Gyðingum á sínum tíma, og lýsti svo yfir fyrirhuguðum þjóðernishreinsunum á Palestínskum almenningi, sem Bandaríkin myndu bara sjá um, á Gaza. Niðurstaðan, eftir sameiginlegan morgunverð. Fordæmingar þjóðarleiðtoga út um allan heim, fordæmingar alþjóðastofana, mannréttindasamtaka, Sameinuðu Þjóðanna voru umsvifalaust gerðar heyrinkunnar eftir þetta hneyksli. Spurningin hér er, og beinist hún sérstaklega til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og einnig til ykkar hinna, kjörnu þingmanna sem eruð skyldug samkvæmt alþjóðalögum til að beita ykkur og gera allt, sem í ykkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð.: Hversu fljótt meigum við eiga von á fordæmingu frá íslensku ríkisstjórninni vegna þessa? Svar óskast. Kær kveðja, Margrét Kristín Blöndal/Magga Stína https://www.youtube.com/watch?v=icId7PLAqAE https://www.youtube.com/watch?v=KT8DOc1jJ_s https://www.aljazeera.com/program/newsfeed/2025/2/5/global-condemnation-for-trumps-plan-to-force-palestinians-from-gaza https://www.democracynow.org/2025/2/5/trump_netanyahu https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-02-05-varar-vid-thjodernishreinsunum-eftir-ad-trump-lysti-hugmyndum-um-gaza-435345 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristín Blöndal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Komiði sæl öll. Ég óska sérstaklega ykkur nýkjörnu þingmönnum til hamingju með nýtt ábyrgðar og þjónustustarf. Nú hefur ný ríkisstjórn tekið við og það liggur í loftinu að almenningur væntir mikils af henni. Það verður sannarlega spennandi og áhugavert að fylgjast með nýjum áherslum og störfum þeirrar ríkisstjórnar. Erindi mitt við ykkur er vegna heimsfrétta sem enginn ykkar hefur væntanlega farið varhluta af. Í gær lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir á blaðamannafundi sem hann hélt með stríðsglæpamanninum Benjamin Netanyahu að Bandaríkin myndu endanlega sjá um að klára þá hrinu þjóðernishreinsana/þjóðarmorðs sem Ísrael hefur unnið ötullega að sérstaklega á Gaza undanfarna 15 mánuði en í Palestínu undanfarin 76 ár og tók fram að „Bandaríkin myndu hreinsa svæðið af Palestínumönnum og að þeir myndu byggja þar " næs rivieru“ og tiltók í ávarpi sínu til blaðamanna „að Bandaríkin myndu koma til með að eiga Gaza“. PRESIDENT DONALD TRUMP: "The only reason the Palestinians want to go back to Gaza is they have no alternative. It’s right now a demolition site. This is just a demolition site. Virtually every building is down. They’re living under fallen concrete that’s very dangerous and very precarious. They instead can occupy all of a beautiful area with homes and safety, and they can live out their lives in peace and harmony, instead of having to go back and do it again. The U.S. will take over the Gaza Strip, and we will do a job with it, too. We’ll own it and be responsible for dismantling all of the dangerous unexploded bombs and other weapons on the site, level the site and get rid of the destroyed buildings, level it out, create an economic development that will supply unlimited numbers of jobs and housing for the people of the area — do a real job, do something different, just can’t go back. If you go back, it’s going to end up the same way it has for a hundred of years." Sýn Bandaríkjaforseta á framtíð Gaza sem hreinsuð hefði verið af Palestínumönnum var eftirfarandi eftir morgunverðinn: PRESIDENT DONALD TRUMP: We have an opportunity to do something that could be phenomenal. And I don’t want to be cute. I don’t want to be a wise guy. But the Riviera of the Middle East, this could be something that could be so — this could be so magnificent." Hann var spurður af blaðamanni, hvort hernum yrði beitt í þessu sambandi og svaraði þá: PRESIDENT DONALD TRUMP: "As far as Gaza is concerned, we’ll do what is necessary. If it’s necessary, we’ll do that. We’re going to take over that piece, and we’re going to develop it, create thousands and thousands of jobs. And it will be something that the entire Middle East can be very proud of." Forsetinn gaf sem sagt út á blaðamannafundi, að hann hefði í hyggju að brjóta alþjóðalög. Hann, með orðum sínum, gerði það vopnahléi sem nú er að hefja sinn annan fasa, að engu þegar hann deildi sýn sinni. Hann hafði ennfremur þær skyldur sínar að engu sem forseti, að láta handtaka þennan ákærða stríðsglæpamann Netanyahu sem við hlið hans sat, og láta færa hann fyrir Alþjóðadómstól, samstundis. Þar braut hann m.a. gegn grundvallarskyldum sínum sem forseti en lét ekki þar við sitja. Á þessum blaðamannafundi talaði Bandaríkjaforseti, Donald Trump um hugmyndir sínar hvað varðar framtíð Gaza, en gestur hans, Benjamin Netanyahu hefur eins og heimsbyggðin veit, staðið fyrir þeirri þjóðarmorðshrinu sem við höfum horft upp á stanslaust í 15 mánuði, hann er forsvarsmaður þess að farið hefur verið þar um, með algerri gereyðingu, hann hefur fyrirskipað slátrun á tugþúsundum barna, sumir segja hundruðum þúsunda barna því flest þeirra eru ekki þekkjanleg (ekki hægt að auðkenna) eftir að þau hafa verið sprengd í tætlur með ólöglegum þungavopnum Ísraela/USA. Netanyahu, morgunverðarfélagi Trumps í gærmorgun er einmitt maðurinn sem fyrirskipar skipulagðar slátranir á Palestínskum fjölskyldum. Í nóvember síðastliðnum taldist heilbrigðisráðuneyti Gaza til, að meira en 1400 fjölskyldur hefðu verið þurrkaðar út af "registreri" Gaza en það gildir líka, það sem áður kom fram, að margföldun þeirrar tölu er óumflýjanleg, því líkamspartar þekkjast ekki í flestum tilvikum. Benjamin Netanyahu hefur farið fyrir beitingu hungursneyðar sem vopni á Palestínsku þjóðina, enn einn stríðsglæpurinn, hann er í forsvari fyrir þær pyntingar sem fram fara í ísraelskum fangabúðum en frásagnir um þær eru þess eðlis að ímyndunarafl okkar nær ekki utan um viðbjóðinn. Satan sjálfur stæði á gati. Og allur umheimurinn hefur fylgst með, í beinni útsendingu. Við vitum þetta öll. Almenningur kúgast, og mótmælir. Ráðamenn gera ekkert. Á blaðamannafundinum þar sem hugmyndirnar af morgunverðarborðinu voru viðraðar, talaði forseti Bandaríkjanna um jörð Palestínu, Gaza, þar sem nú mörg hundruð þúsund lík liggja undir rústum vegna drápsæðis morgunverðarfélagans Netanyahus og stjórnar hans, þar talar Trump um Gaza sem "ansi skemmtilegan möguleika fyrir hótelrekstraraðila, rívíera Miðausturlanda! Hann talar um Palestínska þjóð sem þar hefur ræktað jörð sína kynslóð fram af kynslóð, allt frá því er sögur hófust, í mörg þúsund ár, með þeirri lítilsvirðingu, sem aðeins ekta rasistum, er eiginleg. Bandaríkjaforseti sat þarna með Benjamin Netanyahu, stríðsglæpamanninum sem ákærður er fyrir glæp gegn mannkyni, einmitt sama glæpnum og Adolf Hitler framdi á Gyðingum á sínum tíma, og lýsti svo yfir fyrirhuguðum þjóðernishreinsunum á Palestínskum almenningi, sem Bandaríkin myndu bara sjá um, á Gaza. Niðurstaðan, eftir sameiginlegan morgunverð. Fordæmingar þjóðarleiðtoga út um allan heim, fordæmingar alþjóðastofana, mannréttindasamtaka, Sameinuðu Þjóðanna voru umsvifalaust gerðar heyrinkunnar eftir þetta hneyksli. Spurningin hér er, og beinist hún sérstaklega til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og einnig til ykkar hinna, kjörnu þingmanna sem eruð skyldug samkvæmt alþjóðalögum til að beita ykkur og gera allt, sem í ykkar valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð.: Hversu fljótt meigum við eiga von á fordæmingu frá íslensku ríkisstjórninni vegna þessa? Svar óskast. Kær kveðja, Margrét Kristín Blöndal/Magga Stína https://www.youtube.com/watch?v=icId7PLAqAE https://www.youtube.com/watch?v=KT8DOc1jJ_s https://www.aljazeera.com/program/newsfeed/2025/2/5/global-condemnation-for-trumps-plan-to-force-palestinians-from-gaza https://www.democracynow.org/2025/2/5/trump_netanyahu https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-02-05-varar-vid-thjodernishreinsunum-eftir-ad-trump-lysti-hugmyndum-um-gaza-435345
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun