Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 21:32 Undanfarna mánuði höfum við kennarar og skólafólk keppst við að senda inn greinar til þess að reyna að opna augu fólks fyrir því hve alvarleg staðan er í íslensku menntakerfi. Það eru rauð blikkandi ljós alls staðar, það er staðreynd, en samt erum við einhvern veginn enn á þeim stað að við erum að reyna að sannfæra samfélagið um að starf kennara sé mikilvægt, að menntun sé mikilvæg. Að börn séu mikilvæg. Í hvernig samfélagi þarf eiginlega að sannfæra almenning um það? Grein eftir grein þar sem samstarfsfólk mitt hellir hjarta sínu í það að varpa ljósi á raunveruleikann sem gildir í íslenskum skólum í dag, á vandann sem blasir við okkur skólafólki og börnunum sem við vinnum með. Vinnuaðstæðurnar sem við og börnin búum við sem eru komnar að þolmörkum og löngu kominn tími á að lýsa yfir rauðri viðvörun í menntakerfinu okkar. Það að heil stétt þurfi að réttlæta sín störf fyrir vinnuveitanda sínum sem endalaust talar þau niður er líka þreyttasta þema þjóðfélagsins í dag. Við þurfum ekki að réttlæta starfið okkar og baráttu og við þurfum ekki að útskýra af hverju við erum búin að missa trúna á ráðamönnum til þess að standa undir sinni ábyrgð á menntakerfinu þegar ráðherrar mæta bara í viðtöl og segjast ekki aðilar að málinu. Ég er samt ekki búin að missa trúna á starfið mitt. Ég veit að það er mikilvægt, ég veit að við skiptum máli fyrir börnin. Ég veit að skólastéttin er sneisafull af faglegum, harðduglegum hugsjónamanneskjum sem hafa náð að láta skólana rúlla áfram í “survival mode” með því að bera þá á sínum eigin herðum. Ég trúi svo mikið á skólafólk því ég hef séð með eigin augum kraftaverkin sem þau vinna í hversdeginum. Ég hins vegar finn að ég er að missa alla trú á íslenska menntakerfið. Viðmótið sem við fáum opinberlega finnst mér staðfesta það að það er ekki forgangsatriði samfélagsins að lækna blæðandi menntakerfi og ég skil ekki af hverju duglegir foreldrar sem leggja í það að berjast opinberlega fyrir því sem þeir telja að sé börnunum sínum fyrir bestu eru ekki frekar að berja í potta og pönnur á Austurvelli í staðinn fyrir að eyða orku og tíma í að fá “úrskurðað um vafaatriði” eins og sannarlega er þeirra réttur, um það þarf ekki að deila. Ég hef barist í fjölda ára fyrir nánu samstarfi heimila og skóla, að það séu “við saman” sem stöndum að menntun barna en ekki “við” og “þau” og í einfaldleika mínum skil ég bara ekki af hverju VIÐ, skólafólk og foreldrar, erum ekki bara öll saman á Austurvelli að krefjast þess besta fyrir börnin frá okkar kosnu fulltrúum?? Í staðinn erum við að gera stjórnvöldum þann frábæra greiða að skipa okkur í fylkingar og rífast um hluti í fjölmiðlum sem í stóra samhenginu skipta engu máli og gera ekkert nema færa fókusinn af stjórnvöldum og þeirra aðgerða- og ábyrgðarleysi gagnvart börnum þessa lands! Viljinn virðist ekki vera til staðar hjá þeim sem virkilega geta breytt einhverju og kergjan og þrýstingurinn sem þeir ættu að finna frá samfélaginu til þess gera eitthvað beinist þess í stað að okkur kennurum og hvernig við berjumst fyrir okkar réttindum. Við vitum að íslenskt menntakerfi er komið á hættulegar krossgötur og þær helstu manneskjur sem við getum treyst á til þess að vinna okkur úr hjólfarinu og í rétta átt eru að flýja starfið í bunkum á öllum skólastigum! Er þá ekki bara best að hætta að svíkja þær endalaust og pretta og láta þær finna í orði og á borði að við metum þær og þeirra störf að verðleikum? Hvaða máli skiptir það í stóra samhenginu hve margir skólar eru í verkfalli þegar vandamàlið er svo risastórt og landlægt að þetta er bara einn liður af mörgum sem þarf að fara í til að bjarga menntakerfinu? Stóra samhengið fyrir mér er að stórum hluta barna líður illa skólanum. Stórum hluta starfsmanna líður illa í skólanum. Foreldrum líður illa með börnunum sínum. Af hverju er þetta svona? Eru börn eitthvað öðruvísi innréttuð en þau voru fyrir 30-40 árum? Er fullorðið fólk það? Ég held ekki. Hvað hefur þá breyst og hvað er það sem er ekki að virka hérna? Af hverju erum við ekki öll saman í þessu samfélagi að gera allt sem við getum til þess að komast að því hvað það er? Ef við værum saman einn líkami, börnin, foreldrar þeirra og við starfsfólkið, þá værum við mjög alvarlega veik en enginn vill gera neitt í málinu af því að hvað? Það kostar svo mikið? Við sem samfélag erum ákveða að hafa ekki heilbrigt menntakerfi með því að leyfa þessu að halda àfram svona. Við erum að ákveða að setja ekki börn í forgang. Við erum líka, sem er nú alveg efni í aðra grein, að ákveða að setja ekki móðurmálið okkar íslenskuna í forgang. Við erum að ákveða að menntun barnanna okkar sé ekki nógu mikilvæg til þess að berjast fyrir henni og tímum ekki að borga fyrir hana í þokkabót. Með því að hafa ófaglærða í kennslu, tvítuga og sakhreina eður ei, erum að ákveða að skólar séu í raun bara geymslustaðir fyrir börn svo foreldrar þeirra geti mætt í vinnuna. Því það er eina forgangsatriðið sem ég verð vör við í samfélagsumræðunni. Að fólk geti mætt í vinnuna sama hvað. Á það virkilega að stýra því hvernig menntakerfið okkar endar að baráttan fyrir því má ekki hafa áhrif á atvinnulífið? Stór fyrirtæki eru að stæra sig af því að ætla að opna leikskóla til þess að styðja við fjölskyldur og skólakerfið. Vilja sýna samfélagslega ábyrgð. Af hverju stæra þessi sömu fyrirtæki sig ekki að því að borga sínu starfsfólki samt laun þó þau þurfi að vera heima með börn vegna verkfalla og sýna samfélagslegan stuðning við fjölskyldur og menntakerfið þannig? Af hverju gera ekki allir vinnustaðir það? Hvar er sveigjanleiki vinnustaðanna sem var til staðar í covid t.d. núna? Það er með sorg í hjarta að ég segi að tilfinningin mín í dag er sú að þó að við kennarar fáum í gegn leiðréttingu launa þá muni það líklega ekki duga til þess að stemma við flótta úr stéttinni. Allt bendir til þess að starfsumhverfi skólanna næstu árin verði ekki léttara, heldur þvert á móti. Stjórnvöld hafa árum saman rúllað meiri og meiri ábyrgð og verkefnum inn í skólana á sama tíma og fjármagn hefur verið skorið niður. Illa undirbúnum stefnum hefur verið þröngvað yfir skólana með pólitískum pennastrikum, oft án þess að vera með nokkra reynslu, rannsóknir né fagmennsku à bakvið sig og skólarnir eru enn að eiga við og vinna úr grafalvarlegum afleyðingum þessa. Námsefnisútgáfa, námsmat, eftirlit skólastofnanna og allt annað sem er 100% á ábyrgð stjórnvalda hefur verið fjársvelt og sveiflast á einhverju pólitísku hálmstrái milli kosninga bara frá því ég man eftir mér. Skólabyggingar eru í bunkum óíveruhæfar vegna áralangrar vanrækslu og… já, og! Það sem ég er að reyna að segja er að það er ekki eitthvað eitt, heldur allt! sem hefur verið vanrækt í skólakerfinu. Og við sem störfum á gólfinu höfum bara þurft að finna út úr þessu, enda erum við svo frábær í að hugsa í lausnum, sjálft framlínufólkið! Svo ég viðurkenni að þegar þessar framtíðarhorfur blasa við manni, þá er ég ekki bara langþreytt á ástandinu og endalausri baráttu eins og við erum mörg orðin. Ég er eiginlega búin að missa trúna og vonina á elsku menntakerfið okkar. Það eina sem hangir eftir í hjartanu er kærleikurinn. Kærleikurinn fyrir börnunum sem ég kenni, karleikurinn fyrir hugsjónafólkinu sem stendur enn í brúnni og berst við óheftan lekann sem er að sökkva skólakerfinu okkar. Þannig að já. Í frekar löngu máli þá spyr ég sjálfa mig af hverju ég ætti að halda áfram að starfa á leku skipi sem stefnir í strand og það eina sem ég get gert er að ausa eins miklu vatni og ég get með litlu teskeiðinni sem ég og allt mitt samstarfsfólk fengum frá stjórnvöldum til þess að halda skipinu svona nokkurn veginn á floti? Munu einhver laun duga fólki sem fær aldrei betra verkfæri en teskeið í svona vinnuumhverfi? Hvers konar forgangsröðun stöndum við eiginlega fyrir sem samfélag? Ég bara get ekki meiri bráðabirgðalausnir og bráðabirgðasamninga. Ekki fyrir mig og ALLS EKKI fyrir börnin mín og þín og okkar! Sá tími er búinn. Það er rauð viðvörun! Það er allt komið að þolmörkum og við verðum sem samfélag að ákveða saman hvers virði menntakerfið er okkur og hvernig við endurreisum það til frambúðar. Foreldrar á Íslandi vita sína frumskyldu gagnvart börnum. Kennarar á Íslandi vita sína frumskyldu gagnvart börnum. En stjórnvöld? Vita þau sína frumskyldu gagnvart börnum á Íslandi??? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði höfum við kennarar og skólafólk keppst við að senda inn greinar til þess að reyna að opna augu fólks fyrir því hve alvarleg staðan er í íslensku menntakerfi. Það eru rauð blikkandi ljós alls staðar, það er staðreynd, en samt erum við einhvern veginn enn á þeim stað að við erum að reyna að sannfæra samfélagið um að starf kennara sé mikilvægt, að menntun sé mikilvæg. Að börn séu mikilvæg. Í hvernig samfélagi þarf eiginlega að sannfæra almenning um það? Grein eftir grein þar sem samstarfsfólk mitt hellir hjarta sínu í það að varpa ljósi á raunveruleikann sem gildir í íslenskum skólum í dag, á vandann sem blasir við okkur skólafólki og börnunum sem við vinnum með. Vinnuaðstæðurnar sem við og börnin búum við sem eru komnar að þolmörkum og löngu kominn tími á að lýsa yfir rauðri viðvörun í menntakerfinu okkar. Það að heil stétt þurfi að réttlæta sín störf fyrir vinnuveitanda sínum sem endalaust talar þau niður er líka þreyttasta þema þjóðfélagsins í dag. Við þurfum ekki að réttlæta starfið okkar og baráttu og við þurfum ekki að útskýra af hverju við erum búin að missa trúna á ráðamönnum til þess að standa undir sinni ábyrgð á menntakerfinu þegar ráðherrar mæta bara í viðtöl og segjast ekki aðilar að málinu. Ég er samt ekki búin að missa trúna á starfið mitt. Ég veit að það er mikilvægt, ég veit að við skiptum máli fyrir börnin. Ég veit að skólastéttin er sneisafull af faglegum, harðduglegum hugsjónamanneskjum sem hafa náð að láta skólana rúlla áfram í “survival mode” með því að bera þá á sínum eigin herðum. Ég trúi svo mikið á skólafólk því ég hef séð með eigin augum kraftaverkin sem þau vinna í hversdeginum. Ég hins vegar finn að ég er að missa alla trú á íslenska menntakerfið. Viðmótið sem við fáum opinberlega finnst mér staðfesta það að það er ekki forgangsatriði samfélagsins að lækna blæðandi menntakerfi og ég skil ekki af hverju duglegir foreldrar sem leggja í það að berjast opinberlega fyrir því sem þeir telja að sé börnunum sínum fyrir bestu eru ekki frekar að berja í potta og pönnur á Austurvelli í staðinn fyrir að eyða orku og tíma í að fá “úrskurðað um vafaatriði” eins og sannarlega er þeirra réttur, um það þarf ekki að deila. Ég hef barist í fjölda ára fyrir nánu samstarfi heimila og skóla, að það séu “við saman” sem stöndum að menntun barna en ekki “við” og “þau” og í einfaldleika mínum skil ég bara ekki af hverju VIÐ, skólafólk og foreldrar, erum ekki bara öll saman á Austurvelli að krefjast þess besta fyrir börnin frá okkar kosnu fulltrúum?? Í staðinn erum við að gera stjórnvöldum þann frábæra greiða að skipa okkur í fylkingar og rífast um hluti í fjölmiðlum sem í stóra samhenginu skipta engu máli og gera ekkert nema færa fókusinn af stjórnvöldum og þeirra aðgerða- og ábyrgðarleysi gagnvart börnum þessa lands! Viljinn virðist ekki vera til staðar hjá þeim sem virkilega geta breytt einhverju og kergjan og þrýstingurinn sem þeir ættu að finna frá samfélaginu til þess gera eitthvað beinist þess í stað að okkur kennurum og hvernig við berjumst fyrir okkar réttindum. Við vitum að íslenskt menntakerfi er komið á hættulegar krossgötur og þær helstu manneskjur sem við getum treyst á til þess að vinna okkur úr hjólfarinu og í rétta átt eru að flýja starfið í bunkum á öllum skólastigum! Er þá ekki bara best að hætta að svíkja þær endalaust og pretta og láta þær finna í orði og á borði að við metum þær og þeirra störf að verðleikum? Hvaða máli skiptir það í stóra samhenginu hve margir skólar eru í verkfalli þegar vandamàlið er svo risastórt og landlægt að þetta er bara einn liður af mörgum sem þarf að fara í til að bjarga menntakerfinu? Stóra samhengið fyrir mér er að stórum hluta barna líður illa skólanum. Stórum hluta starfsmanna líður illa í skólanum. Foreldrum líður illa með börnunum sínum. Af hverju er þetta svona? Eru börn eitthvað öðruvísi innréttuð en þau voru fyrir 30-40 árum? Er fullorðið fólk það? Ég held ekki. Hvað hefur þá breyst og hvað er það sem er ekki að virka hérna? Af hverju erum við ekki öll saman í þessu samfélagi að gera allt sem við getum til þess að komast að því hvað það er? Ef við værum saman einn líkami, börnin, foreldrar þeirra og við starfsfólkið, þá værum við mjög alvarlega veik en enginn vill gera neitt í málinu af því að hvað? Það kostar svo mikið? Við sem samfélag erum ákveða að hafa ekki heilbrigt menntakerfi með því að leyfa þessu að halda àfram svona. Við erum að ákveða að setja ekki börn í forgang. Við erum líka, sem er nú alveg efni í aðra grein, að ákveða að setja ekki móðurmálið okkar íslenskuna í forgang. Við erum að ákveða að menntun barnanna okkar sé ekki nógu mikilvæg til þess að berjast fyrir henni og tímum ekki að borga fyrir hana í þokkabót. Með því að hafa ófaglærða í kennslu, tvítuga og sakhreina eður ei, erum að ákveða að skólar séu í raun bara geymslustaðir fyrir börn svo foreldrar þeirra geti mætt í vinnuna. Því það er eina forgangsatriðið sem ég verð vör við í samfélagsumræðunni. Að fólk geti mætt í vinnuna sama hvað. Á það virkilega að stýra því hvernig menntakerfið okkar endar að baráttan fyrir því má ekki hafa áhrif á atvinnulífið? Stór fyrirtæki eru að stæra sig af því að ætla að opna leikskóla til þess að styðja við fjölskyldur og skólakerfið. Vilja sýna samfélagslega ábyrgð. Af hverju stæra þessi sömu fyrirtæki sig ekki að því að borga sínu starfsfólki samt laun þó þau þurfi að vera heima með börn vegna verkfalla og sýna samfélagslegan stuðning við fjölskyldur og menntakerfið þannig? Af hverju gera ekki allir vinnustaðir það? Hvar er sveigjanleiki vinnustaðanna sem var til staðar í covid t.d. núna? Það er með sorg í hjarta að ég segi að tilfinningin mín í dag er sú að þó að við kennarar fáum í gegn leiðréttingu launa þá muni það líklega ekki duga til þess að stemma við flótta úr stéttinni. Allt bendir til þess að starfsumhverfi skólanna næstu árin verði ekki léttara, heldur þvert á móti. Stjórnvöld hafa árum saman rúllað meiri og meiri ábyrgð og verkefnum inn í skólana á sama tíma og fjármagn hefur verið skorið niður. Illa undirbúnum stefnum hefur verið þröngvað yfir skólana með pólitískum pennastrikum, oft án þess að vera með nokkra reynslu, rannsóknir né fagmennsku à bakvið sig og skólarnir eru enn að eiga við og vinna úr grafalvarlegum afleyðingum þessa. Námsefnisútgáfa, námsmat, eftirlit skólastofnanna og allt annað sem er 100% á ábyrgð stjórnvalda hefur verið fjársvelt og sveiflast á einhverju pólitísku hálmstrái milli kosninga bara frá því ég man eftir mér. Skólabyggingar eru í bunkum óíveruhæfar vegna áralangrar vanrækslu og… já, og! Það sem ég er að reyna að segja er að það er ekki eitthvað eitt, heldur allt! sem hefur verið vanrækt í skólakerfinu. Og við sem störfum á gólfinu höfum bara þurft að finna út úr þessu, enda erum við svo frábær í að hugsa í lausnum, sjálft framlínufólkið! Svo ég viðurkenni að þegar þessar framtíðarhorfur blasa við manni, þá er ég ekki bara langþreytt á ástandinu og endalausri baráttu eins og við erum mörg orðin. Ég er eiginlega búin að missa trúna og vonina á elsku menntakerfið okkar. Það eina sem hangir eftir í hjartanu er kærleikurinn. Kærleikurinn fyrir börnunum sem ég kenni, karleikurinn fyrir hugsjónafólkinu sem stendur enn í brúnni og berst við óheftan lekann sem er að sökkva skólakerfinu okkar. Þannig að já. Í frekar löngu máli þá spyr ég sjálfa mig af hverju ég ætti að halda áfram að starfa á leku skipi sem stefnir í strand og það eina sem ég get gert er að ausa eins miklu vatni og ég get með litlu teskeiðinni sem ég og allt mitt samstarfsfólk fengum frá stjórnvöldum til þess að halda skipinu svona nokkurn veginn á floti? Munu einhver laun duga fólki sem fær aldrei betra verkfæri en teskeið í svona vinnuumhverfi? Hvers konar forgangsröðun stöndum við eiginlega fyrir sem samfélag? Ég bara get ekki meiri bráðabirgðalausnir og bráðabirgðasamninga. Ekki fyrir mig og ALLS EKKI fyrir börnin mín og þín og okkar! Sá tími er búinn. Það er rauð viðvörun! Það er allt komið að þolmörkum og við verðum sem samfélag að ákveða saman hvers virði menntakerfið er okkur og hvernig við endurreisum það til frambúðar. Foreldrar á Íslandi vita sína frumskyldu gagnvart börnum. Kennarar á Íslandi vita sína frumskyldu gagnvart börnum. En stjórnvöld? Vita þau sína frumskyldu gagnvart börnum á Íslandi??? Höfundur er kennari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun