Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2025 16:52 Friðargæsluliðar á ferð um Goma þann 1. febrúar. Getty/Daniel Buuma Hundruðum kvenfanga var nauðgað og þær brenndar lifandi í borginni Goma í Austur-Kongó, eftir að hún féll í hendur uppreisnarmanna M23 og hers Rúanda í síðustu viku. Þegar fangelsi borgarinnar féll sluppu þaðan þúsundir manna en ráðist var á þann væng fangelsisins þar sem konunum var haldið. Vivian van de Perre, sem kemur að stjórn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og er í Goma, segir að hundruð kvenna hafi verið nauðgað í árásinni og að kveikt hafi verið í fangelsinu í kjölfarið. Í frétt Guardian segir að myndir af fangelsinu sýni mikinn eld loga þar þann 27. janúar, daginn sem borgin féll. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Upplýsingar um ódæðið eru enn mjög takmarkaðar en van de Perre segir nokkur hundruð konur hafa verið í fangelsinu. Þeim hafi öllum verið nauðgað, þegar uppreisnarmennirnir tóku fangelsið og um fjögur þúsund menn flúðu, og þær hafi allar dáið í eldsvoðanum eftir það. Líklega er um að ræða versta ódæði uppreisnarmanna M23 í Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Lýstu óvænt yfir vopnahléi Leiðtogar M23 lýstu á mánudaginn óvænt yfir einhliða vopnahléi og sögðust ekki hafa áhuga á því að taka einnig borgina Bukavu, sem uppreisnarmenn M23 höfðu sótt í átt að eftir fall Goma. Van de Perre sagði í samtali við Guardian að það væru jákvæðar fréttir. Sérstaklega ef M23 hörfi frá Goma, því annars stefni í áframhaldandi átök. Her Austur-Kongó hafi nýverið fengið töluverðan liðsauka frá Búrúndí og að það hafi líklega leitt til breytinga hjá leiðtogum M23. Hún sagði einnig að friðargæsluliðar hefðu séð hermenn frá Rúanda með uppreisnarmönnum M23 í Goma og að alþjóðasamfélagið þyrfti að setja mikinn þrýsting á yfirvöld ríkisins. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Kynbundið ofbeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Vivian van de Perre, sem kemur að stjórn friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu og er í Goma, segir að hundruð kvenna hafi verið nauðgað í árásinni og að kveikt hafi verið í fangelsinu í kjölfarið. Í frétt Guardian segir að myndir af fangelsinu sýni mikinn eld loga þar þann 27. janúar, daginn sem borgin féll. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Upplýsingar um ódæðið eru enn mjög takmarkaðar en van de Perre segir nokkur hundruð konur hafa verið í fangelsinu. Þeim hafi öllum verið nauðgað, þegar uppreisnarmennirnir tóku fangelsið og um fjögur þúsund menn flúðu, og þær hafi allar dáið í eldsvoðanum eftir það. Líklega er um að ræða versta ódæði uppreisnarmanna M23 í Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Lýstu óvænt yfir vopnahléi Leiðtogar M23 lýstu á mánudaginn óvænt yfir einhliða vopnahléi og sögðust ekki hafa áhuga á því að taka einnig borgina Bukavu, sem uppreisnarmenn M23 höfðu sótt í átt að eftir fall Goma. Van de Perre sagði í samtali við Guardian að það væru jákvæðar fréttir. Sérstaklega ef M23 hörfi frá Goma, því annars stefni í áframhaldandi átök. Her Austur-Kongó hafi nýverið fengið töluverðan liðsauka frá Búrúndí og að það hafi líklega leitt til breytinga hjá leiðtogum M23. Hún sagði einnig að friðargæsluliðar hefðu séð hermenn frá Rúanda með uppreisnarmönnum M23 í Goma og að alþjóðasamfélagið þyrfti að setja mikinn þrýsting á yfirvöld ríkisins.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Kynbundið ofbeldi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira