Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2025 15:25 Ólafur Egilsson og Ester segja geta verið bagalegt þegar gestir þeirra þurfa að færa bíla sína á annað gjaldsvæði eftir þriggja tíma heimsókn. Þau elska lífið í miðborginni og segja málið í stóra samhenginu ekki skipta miklu máli. vísir Hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey búa á dýrasta gjaldsvæðinu í miðborg Reykjavíkur. Greiða þarf rúmar 600 krónur á tímann fyrir bílastæði við húsið þeirra á Grettisgötunni. Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Þetta kom fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem Vala Matt tók bílastæðamál í miðbænum til skoðounar. Vala Matt hafði samband við hjónin fyrrnefndu og fór einnig yfir málin með fulltrúa í skipulagsráði borgarinnar. Í innslaginu lýsa þau að gestir þeirra þurfi að greiða rúmar 600 krónur á tímann í stöðumæli alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan níu á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. „Við búum í 101 á Grettisgötunni og erum með stæði sem við eigum á okkar lóð sem þýðir að við sleppum með mesta straffið frá borginni. En þetta er stundum svolítið erfitt ef maður er að fá gesti eða iðnaðarmenn,“ segir Ólafur og heldur áfram. „Ef fólk ætlar ekki að borga sex hundruð krónur á klukkustund og vera bara í heimsókn í þrjár klukkustundir þá þarf það að leggja niðri á Lindargötu eða uppi á Óðinstorgi sem eru svona sex til sjö hundruð metra í burtu.“ Ester bendir á áhrif sem bílastæðamálin geta haft á matarboð þeirra. Færa bílinn eftir þrjár klukkustundir „Ef þú kemur í matarboð og ert á bíl því það er ógeðslega vont veður þá þarft þú að fara úr matarboðinu eftir þrjá tíma og flytja bílinn á annað svæði því það er líka búið að lengja tímann til níu á kvöldin,“ segir Ester en bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í þrjá klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. „Svo mega gestir okkar ekki leggja bílnum sínum fyrir aftan okkar bíl við okkar stæði,“ segir Ólafur. „Ég var með pípara um daginn og ég bauð honum að leggja fyrir aftan minn bíl, hann var bara sektaður,“ segir Ólafur. Hjónin hlæja aðspurð hvort það sé búandi í 101 við slíkt regluverk. Ástandið sé alls ekki það slæmt enda elski þau lífið í miðborginni. Vala ræddi einnig við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Hún var spurð af hverju íbúar fengu aðeins eitt íbúakort við svæðið. „Þetta eru reglurnar eins og staðan er í dag en það er verið að skoða hvort hægt sé að rýmka reglurnar. Þegar það er verið að byggja í dag er miðað við eitt stæði á hvert heimili og það er verið að vinna með þann ramma hjá okkur þarna,“ segir Dóra. Svæðið sem Ólafur og Ester búa á er með dýrustu gjaldskylduna. „Gjaldskyldan á þessu svæði er auðvitað alveg í miðborginni og í kringum Laugaveginn. Ég veit að það eru skiptar skoðanir með þessar reglur en þess vegna erum við að rýna í það hvort við teljum að það sé ástæða til þess að skapa enn meira svigrúm til að mæta þessum þörfum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Reykjavík Bílastæði Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira