Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 11:32 Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun