Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 11:32 Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar