Innlent

Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Slysið átti sér stað í Kópavogi.
Slysið átti sér stað í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll komu manni til aðstoðar í Kópavogi sem hafði klemmst undir bíl.

Útkallið barst viðbragðsaðilum á tíunda tímanum í nótt en maðurinn hafði verið að gera við undirhlið bílsins og þegar tjakkurinn brást og bíllinn datt á hann. Bíllinn lenti á fæti mannsins og slasaði hann.

Vakthafandi hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að um leið og viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi bíllinn verið tjakkaður upp og manninum komið undan honum. Hann hafi síðan verið fluttur á sjúkrahúsi þar sem hlúð er að honum.

Slökkviliðið segir manninn vera slasaður á fæti en ekki liggur fyrir hve alvarlegir áverkar hans eru.

Vakthafandi tekur einnig fram að erilsamt hafi verið það sem af er nóttinni hjá viðbragðsaðilum í borginni en fyrr í kvöld voru til að mynda þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×