Blátt bann við erlendum fjárframlögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 22:25 Tilefni frumvarpsins er að þingkosningar fara fram í vor en Grænlendingar mega sín lítils andspænis hagsmunum stórveldanna. Getty Grænlenska landsstjórnin hyggst leggja blátt bann við nafnlausum og erlendum fjárhagsstuðningi til stjórnmálasamtaka. Ætlunin er að koma í veg fyrir erlend afskipti af þingkosningum þar í landi í vor. Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög. Grænland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög.
Grænland Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira