„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 19:27 Kristinn Máni Þorfinnsson er faðir leikskólabarns á Seltjarnarnesi. Vísir Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira