„Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2025 11:03 Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn og aðrir frambjóðendur Viðreisnar hafa slegið sér upp á því að þeir treysti þjóðinni til þess að taka ákvörðun um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið á nýjan leik eða ekki. Hafa þeir þannig talað á þá leið að það væri þeim mikið hjartans mál að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Það væri þjóðin sem ætti að taka þá ákvörðun. Fyrir vikið vakti athygli þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lýsti því yfir í Spursmálum á mbl.is. rétt fyrir þingkosningarnar að ákall flokksins eftir þjóðaratkvæði væri aðeins málamiðlun af hálfu hans. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu.“ Með öðrum orðum fólst í orðum Þorgerðar Katrínar að Viðreisn hefði í raun ekki viljað þjóðaratkvæðagreiðslu í þessum efnum. Sé eitthvað markmið er vitanlega engin þörf á málamiðlunum í þeim efnum. Helzt vildi flokkurinn þannig ljóslega að ekki þyrfti að halda þjóðaratkvæði og að farið yrði beint í það að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu. Hugsunin með því að leggja áherzlu á þjóðaratkvæði hefur annars greinilega verið sú að nýta sér þá jákvæðu skírskotun sem slíkar atkvæðagreiðslur allajafna hafa í hugum landsmanna til þess að freista þess að koma málstað Evrópusambandssinna upp úr þeim hjólförum sem hann hefur verið um langt árabil. Með öðrum orðum felst í því ákveðin örvænting. Framganga Viðreisnar í þessum efnum til viðbótar við annað, eins og þá staðreynd að forystumenn og aðrir frambjóðendur flokksins forðuðust að tala um Evrópusambandið í kosningabaráttunni, er ekki beinlínis til marks um málstað sem stendur styrkum fótum heldur þvert á móti veikan málstað og að helztu talsmenn hans séu vel meðvitaðir um það. Hjörtur J. Guðmundsson er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun