Handbolti

Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara varð markahæst í Haukaliðinu en hún kom alls að fjórtán mörkum liðsins.
Elín Klara varð markahæst í Haukaliðinu en hún kom alls að fjórtán mörkum liðsins. Vísir/Jón Gautur

Haukar unnu þriggja marka sigur á ÍBV, 32-29, í fjórtándu umferð Olís deild kvenna í handbolta í dag.

Haukarnir komust strax í 8-3 í upphafi leiks en voru bara 16-14 yfir í hálfleik. Baráttuglaðar Eyjakonur héngu í þeim allan leikinn en Haukastelpurnar voru sterkari. Þær losuðu sig aldrei við ÍBV en unnu nokkuð sannfærandi sigur.

Haukaliðið hefur unnið fimm leiki í röð og komst með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, fórum stigum á eftir toppliði Vals. Haukar hafa unnið alla leiki sína á nýju ári.

Elín Klara Þorkelsdóttir fór fyrir liðinu að vanda en í dag var hún með sjö mörk og sjö stoðsendingar.

Sara Odden skoraði sex mörk og Rakel Oddný Guðmundsdóttir var með fimm mörk.

Rut Jónsdóttir átti átti stoðsendingar og bætti einnig við þremur mörkum. Saman gáfu Rut og Elín Klara því fimmtán stoðsendingar á félaga sína.

Ógöngur Eyjakvenna halda hins vegar áfram. Þetta var níunda tap liðsins í röð en Eyjaliðið hefur tapað öllum deildarleikjum sínum frá jafntefli við Selfoss 12. október.

Birna Berg Haraldsdóttir var í algjörum sérflokki með níu mörk og sjö stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×