Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 21:04 „Samborgari ársins 2024“ í Rangárþingi ytra, Pálína S. Kristinsdóttir í söluskálanum sínum, sem heitir Landvegamót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að hún sé að verða 85 ára þá stendur hún vaktina alla daga í söluskálanum sínum Landvegamót í Rangárþingi ytra en hér erum við að tala um Pálínu S. Kristinsdóttur, sem hefur fengið heiðursnafnbótina „Samborgari” ársins í Rangárþingi ytra. Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Söluskálinn Landvegamót eins og hann heitir hjá Pálínu stendur við Landvegamót rétt við Suðurlandsveg þar sem mikil umferð er alla daga og koma margir við hjá Pálínu til að versla til dæmis bensín, matvöru, verkfæri, gúmmískó eða bara til að fara á salerni. Pálína fær líka oft hópa af erlendum ferðamönnum til sín og þá er meira en nóg að gera en dóttir hennar, Sigríður Bergsdóttir vinnur með mömmu sinni í söluskálanum. Í lok nýliðins árs heiðraði sveitarstjórn Rangárþings ytra Pálínu og fékk hún heiðursnafnbótina “Samborgari ársins 2024” fyrir ómetanlega þjónustu við sveitunga sína. „Mér finnst bara mjög skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu eftir öll þessi ár og sé það að fólk kanna að meta það sem ég er að gera. Reyndar hef ég vitað það áður en ég fékk þetta skjal en alltaf fallegt að fá það skjalfest,” segir Pálína stolt og alsæl með nafnbótina og bætir við. „Já, þetta er mjög góður staður enda mikið af fólki hérna, sem er að fara upp Landveg og er að fara upp á hálendið. Hittist hérna, nestar sig hérna og spjallar saman og ber saman ráð sín”. Heiðursskjalið, sem Pálína fékk og hún er að sjálfsögðu með það í söluskálanum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálína, sem verður 85 ára í sumar er staðráðin að halda áfram að standa vaktina á Landvegamótum með bros á vör. „Já, já, ef guð lofar þá held ég áfram en mér er gefin góð heilsa, gott skap, ég hef gaman af þessu,” segir Pálína. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að eiga konu eins og Pálínu? „Það er náttúrulega mjög mikilvægt því að fólk eins og hún er bæði fyrirmyndir og svona meðhjálparar í samfélaginu. Það er ekkert sjálfgefið að standa hér áratugum saman og halda úti verslun og þjónustu,” segir Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra. Ferðamenn og heimamenn eru mjög duglegir að versla á Landvegamótum en þar fæst allt milli himins og jarðar eins og stundum er sagt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Berglind Kristinsdóttir, formaður markaðs- menningar og jafnréttismálanefndar hjá Rangárþingi ytra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Verslun Eldri borgarar Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir