Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 14:29 Chris Wood fagnar einu marka sinna með þeim Anthony Elanga, Morgan Gibbs-White og Elliot Anderson. Nottingham Forest fór á kostum í dag. Getty/Dan Istitene Nottingham Forest steinlá óvænt í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hrista það af sér strax og komst upp að hlið Arsenal með 7-0 stórsigri á Brighton & Hove Albion. Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira