Þetta kemur fram i tilkynningu.
Merzedes Club sló í gegn árið 2008 í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en þá flutti sveitin lagið lagið Ho ho ho we say hey hey hey eftir Barða Jóhannsson.
Merzedes Club gaf næst út lagið Meira Frelsi sem var notað í auglýsingaherferð Símans.
Fram kemur í tilkynningunni að hljómsveitin hafi spilað um allt land.
„Frábært fyrir íslensku þjóðina að besta hljómsveit sögunnar hafi ákveðið að kýla á alvöru tónleika og koma aftur saman,” er haft er eftir Agli Einarssyni, sem kom fram undir nafninu Gillz hjá Merzedes Club.
„Ég er þegar byrjaður að æfa sólóin á hljómborðið til að þetta verði eins fullkomið og hægt er.“