Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 11:41 Lögreglumenn ganga út úr íbúðarhúsi þar sem Salwan Momika var skotinn til í Södertälje bana 30. janúar 2025. Vísir/EPA Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins. Salwan Momika var skotinn til bana í heimahúsi í bænum Södertälje nærri Stokkhólmi á miðvikudag. Morðið er sagt hafa verið sýnt í beinu streymi á netinu. Momika varð alræmdur fyrir að brenna Kóraninn, ýmist á opinberum stöðum eða í útsendingum á netinu árið 2023. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í gær að leyniþjónustan tæki þátt í rannsókn á morðinu „því það er augljóslega hætta á að það tengist erlendu ríki“. Ekki er ljóst hvort að sá sem skaut Momika sé á meðal þeirra fimm manna sem voru handteknir og sæta gæsluvarðhaldi vegna dauða hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kóranbrennur Momika ollu úlfaþyti árið 2023 en múslimar líta á ritið sem heilagt. Viðbúnaðar vegna hryðjuverkahættu var aukinn í Svíþjóð og Svíar varaðir við því að þeir gætu verið í hættu erlendis vegna hótana íslamskra öfgamanna. Tyrknesk stjórnvöld töfðu einnig inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið vegna brennanna. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, hótaði þeim sem vanhelguðu Kóraninn hörðum refsingum og sakaði Svíþjóð um að taka þátt í stríði gegn múslimaheiminum. Svíþjóð Trúmál Íran Írak Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira
Salwan Momika var skotinn til bana í heimahúsi í bænum Södertälje nærri Stokkhólmi á miðvikudag. Morðið er sagt hafa verið sýnt í beinu streymi á netinu. Momika varð alræmdur fyrir að brenna Kóraninn, ýmist á opinberum stöðum eða í útsendingum á netinu árið 2023. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaðamannafundi í gær að leyniþjónustan tæki þátt í rannsókn á morðinu „því það er augljóslega hætta á að það tengist erlendu ríki“. Ekki er ljóst hvort að sá sem skaut Momika sé á meðal þeirra fimm manna sem voru handteknir og sæta gæsluvarðhaldi vegna dauða hans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kóranbrennur Momika ollu úlfaþyti árið 2023 en múslimar líta á ritið sem heilagt. Viðbúnaðar vegna hryðjuverkahættu var aukinn í Svíþjóð og Svíar varaðir við því að þeir gætu verið í hættu erlendis vegna hótana íslamskra öfgamanna. Tyrknesk stjórnvöld töfðu einnig inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið vegna brennanna. Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, hótaði þeim sem vanhelguðu Kóraninn hörðum refsingum og sakaði Svíþjóð um að taka þátt í stríði gegn múslimaheiminum.
Svíþjóð Trúmál Íran Írak Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Sjá meira