Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 07:30 Hlín Eiríksdóttir átti tvö frábær ár með Kristianstad og var með 26 mörk og 11 stoðsendingar á tveimur tímabilum. @kristianstadsdff Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad. Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira
Kristianstad þakkaði Hlín fyrir á miðlum sínum og óskaði henni góðs gengis í enska boltanum. Hlín átti tvö frábær tímabil með Kristianstad, skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrra tímabilið og 15 mörk í 25 leikjum síðara tímabilið. Hlín skrifaði síðan undir nýjan samning við sænska félagið en áður en hún spilaði sinn fyrsta leik undir honum þá var hún seld til Englands. Kristianstad fór yfir gang mála á miðlum sínum. „Fyrir nokkrum viku þá ákvað Hlín Eiríksdóttir að framlengja samning sinn við Kristianstads DFF. Það kom mörgum á óvart af því að það hafi verið mikill áhugi á henni frá erlendum félögum síðustu mánuði,“ segir í færslu á miðlum Kristianstad. „Í síðustu viku kom síðan í ljós að áhuginn á henni hafði ekki minnkað. Það endaði með því að Leicester City FC og Kristianstads DFF komu sér saman um að sölu á leikmanninum og hún hefur nú skipt um lið,“ segir í færslunni. Þar er einnig stutt viðtal við Lovisa Ström, framkvæmdastjóra sænska félagsins. „Það var mjög ofarlega á óskalista mínum síðasta haust að framlengja samninginn við Hlín. Það tók sinn tíma að landa þeim samningi. Við ræddum saman og gerðum okkur grein fyrir því að það gætu komið tilboð í hana og þá yrðum við að meta stöðuna aftur,“ sagði Lovisa Ström. „Nú hefur Leicester City komið með tilboð sem bæði við í KDFF og Hlín erum sátt við. Það gerði þessi félagsskipti möguleg. Þetta hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum,“ sagði Ström og vísar þá í það að þá var mjög sjaldgæft að kvennaliðin hefðu peninga til að kaupa leikmenn. „Ef sama staða hefði komið upp þá þá hefði Leicester haft áhuga á henni en ekki gert meira í því. Nú er kaup á leikmönnum í kvennafóboltanum orðin náttúrulegur hluti af okkar fótboltaheimi,“ sagði Ström. „Við erum ofboðslega þakklát fyrir það sem Hlín gerði fyrir félagið á þessum tveimur tímabilum hjá KDFF og við óskum henni alls hins besta í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ström. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Enski boltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti