Kennarar svara umboðsmanni barna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 18:07 Salvör Nordal er umboðsmaður barna og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Einar og Anton Brink Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu. Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu.
Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira