Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 14:21 Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er ekki sátt við arftaka sinn í foyrstu Kristilegra demókrata. AP/Martin Meissner Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands eftirmann sinn í leiðtogasæti Kristilegra demókrata fyrir að hafa nýtt sér stuðning öfgahægriflokks til þess að koma ályktun í gengum þingið í gær. Fátítt er að Merkel blandi sér í dægurþras stjórnmála eftir að hún lét af embætti. Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Þýska þingið samþykkti naumlega ályktun Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, um að herða tökin á landamærunum í kjölfar þess að afgangskur hælisleitandi stakk tvo til bana í síðustu viku. Atkvæði þingmanna Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) þurfti til að ályktunin yrði samþykkt en til þessa hafa aðrir flokkar svarið af sér samstarf við hann. Olaf Scholz, kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, sakaði Merz um að rjúfa samstöðu flokkanna frá því eftir tíma nasismans um að útiloka öfgahægrimenn. Merz sagðist harma að hafa þurft að reiða sig á stuðning AfD en að það ætti ekki að spilla fyrir málinu. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar og skoðanakannanir benda til þess að AfD gæti orðið næststærsti flokkurinn á eftir Kristilegum demókrötum. Ákvörðun Merz um að koma ályktuninni í gegn með hjálp AfD varð til þess að Merkel, sem var leiðtogi Kristilegra demókrata og kanslari um árabil, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnti á að Merz hefði sjálfur sagt að ekki ætti að samþykkja nein mál með stuðningi flokksins fyrir kosningar í nóvember. „Ég tel að það sé rangt að telja sig ekki lengur skuldbundinn af þessari tillögu og að mynda með fullri meðvitund meirihluta með AfD í atkvæðagreiðslu í þýska þinginu 29. janúar,“ sagði fyrrum kanslarinn. Hvatti hún allra lýðræðissinna flokka til þess að standa saman og gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem varð tilefni ályktunarinnar sem hægrimenn á þinginu samþykktu í gær. Merz tók við af Merkel þegar hún lét af embætti árið 2021. Hann er sagður íhaldssamari en hún, sérstaklega í innflytjendamálum. Í síðustu viku gagnrýndi hann forvera sinn þegar hann sagði að Þýskaland hefði haft „misráðna hælis- og innflytjendastefnu“ í áratug í stjórnartíð Merkel.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira