Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 30. janúar 2025 15:54 Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Af hverju er viðsemjandi kennara manneskja sem ekkert virðist ekkert vita um kennarastarfið? Það sem haft er eftir henni í blöðum er svo glórulaust að ég get ekki annað en ályktað að hún hafi keypt sér svona fín heyrnartól þar sem hægt er að útiloka öll umhverfishljóð, þar með talið viðræðurnar sem hún hefur tekið þátt í síðustu mánuði. Það er janúar og einu viðbrögðin sem við fáum frá viðsemjendum okkar er þegar formaður samninganefndar sveitarfélaga drullar yfir okkur í gegnum vin sinn á mogganum. Það er janúar og tvær mínútur í verkfall og enn veit hún ekki að kennurum stendur sannarlega til boða að bæta við sig vinnu, taka að sér önnur störf eða meiri ábyrgð. Í rauninni eru í boði miklu fleiri störf en kennarar báðu um vegna skorts á mannafla. Nú væri frábært ef einhverjir velviljaðir menn frá Viðskiptaráði eða Samtökum atvinnulífsins gætu komið áhuga sínum á menntamálum í góðan farveg og upplýst Ingu Rún um hið fræga lögmál um framboð og eftirspurn. Eða kannski ekki því þetta lögmál á víst ekki við þegar kemur að ummönnunarstörfum eða fræðslu. Það er flótti úr þessum stéttum sem þýðir að þeir sem eftir verða þurfa stöðugt að hlaupa undir bagga og slökkva elda. Þar til þeir gefast upp. Ég veit að síðustu mánuði hefur Inga og nefndin hennar fengið allar upplýsingar um fjölda ómenntaðra kennara, fjöldann sem gefst upp eftir vikur eða mánuði í kennslu, fjöldann sem endar í veikindaleyfi og fjöldann sem er að komast á aldur. Hún hefur líka fengið upplýsingar um vinnutíma og skipulag en virðist enn ekkert skilja. Inga talar eins og að kennarar eigi í vandræðum með að vinna sig upp úr einhverju gólfi, þurfi kannski bara að leggja aðeins meira á sig til þess að verða einhvers konar stjórar eða yfirmenn. Nú er ég alveg viss um að fulltrúar Kennarasambandsins hafi reynt að útskýra eðli kennslu fyrir henni en bara svo það sé á hreinu þá byggist skólakerfið á þessum kennurum á gólfinu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og bera ábyrgð á velsæld og menntun skjólstæðinga sinna. Þetta er fólkið sem býr til myndbönd og þýðir verkefni í sjálfboðavinnu svo íslensk börn kunni ekki bara hugtök á ensku, þetta er fólkið sem eyðir frístundum í að læra á gervigreindina til þess að þýða námsefnið á arabísku, litháísku, víetnömsku og öll hin tungumálin svo nýfluttu börnin eigi einhvern séns í náminu, þetta er fólkið sem situr á kvöldin yfir þróunarverkefnum og deilir þeim út til annarra kennara því þeir vita að námsefnið í faginu er úrelt. Þetta er fólkið sem er stöðugt að lesa sér til, fara á námskeið og deila þekkingu sinni á vinnustaðnum vegna þess að við viljum og ætlum að koma til móts við öll börn. Þetta er kennarinn í dag. Það að þeir séu margir á sama stað gjaldfellir ekki starfið. Gróskan sem á sér stað hvarvetna í skólakerfinu er til komin vegna kennara á gólfinu þótt það rati ekki í moggann sem byggir alla sína afkomu á heimsendaspám og hræðslu við breytingar. Um allt land eru kennarar að vinna aukalega og fyrst Inga Rún ljær máls á þessu segi ég bara Já, takk. Ég skal taka við greiðslu fyrir öll þau aukastörf sem ég inni af hendi og ábyrgð sem ég tek á mig alla daga. Ég ætla að kalla það laun. Ég þarf ekki að vera stjóri eða fá nafnbót. Ég er kennari. Höfundur er kennari.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun