Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 10:39 Að minnsta kosti fimm verða í kjöri í kosningum til rektors. Að minnsta kosti fimm hafa í hyggju að sækja um embætti rektors Háskóla Íslands en umsóknarfresturinn rennur út á morgun. Nýr rektor verður skipaður í embætti frá 1. júlí 2025. Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt. Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt.
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Sjá meira
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41