Í frétt norska miðilsins VG segir að hinir þrír hafi sloppið frá flóðinu óslasaðir. Þar kemur þó fram að í fyrstu fréttum hafi verið greint frá því að þrír Norðmenn væru látnir og einn alvarlega slasaður. Í frétt VG segir að utanríkisþjónusta Norðmanna í Frakklandi vinni nú að því að fá þessar fréttir staðfestar.
Þar kemur einnig fram að um tuttugu manns taki þátt í björgunaraðgerðum á vettvangi og að unnið verði fram á morgun. Þar segir einnig að mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu og að það verði að gæta varúðar á svæðinu.
Haft er eftir bæjarstjóranum Jacques Arnoux að Norðmennirnir hafi verið búnir snjóflóðamælum en að flóðið hafi verið mjög stórt. Snjóflóðið féll klukkan tíu í morgun að frönskum tíma og hafði hættan á svæðinu verið flokkuð sem þrír af fimm mögulegum.
Í frétt VG segir að í morgun hafi einnig ein manneskja dáið í snjóflóði í Mont Blanc og á þriðjudag hafi breskur ríkisborgari dáið í snjóflóði í Grandes Montes svæðinu í Chamonix-Mont-Blanc. Frá því að skíða-tímabilið hófst hafi alls níu látist í snjóflóðum í norðanverðum Ölpunum.