Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2025 07:00 Filip Glavas og Ivan Martinovic fögnuðu gríðarlega eins og aðrir Króatar eftir sigurmarkið í blálok leiksins við Ungverja í gær. Getty/Sanjin Strukic Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn. Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Króatískir stuðningsmenn gætu hafa gert gæfumuninn í gær í ævintýralegri endurkomu Króata sem unnu Ungverja, 31-30, með marki á lokasekúndunni. Í 8-liða úrslitunum á HM eru spilaðir tveir leikir á dag og hófst leikur Króatíu og Ungverjalands klukkan 18 að staðartíma í Zagreb í gærkvöld. Frakkland og Egyptaland spiluðu svo seinni leikinn, sem hófst klukkan 21 að staðartíma, sem bæði er betri sjónvarpstími og hentar jafnan betur fyrir vinnandi fólk, sérstaklega þá sem búa ekki í króatísku höfuðborginni. Peningar réðu því að gestgjafarnir áttu ekki seinni leikinn, samkvæmt frétt 24 Sata í Króatíu, þar sem segir að franska sjónvarpið geti vegna sérsamninga við Sportfive, sem heldur utan um sýningarrétt frá mótinu, ráðið því hvenær Frakkar spili. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans fagna.Getty/Sanjin Strukic Mæta þjóðinni sem réði leiktímanum Milinovic vildi ekki láta þessa ákvörðun spilla gleðinni og gerði sitt til þess að það yrði fullt hús á leiknum dramatíska við Ungverja. „Þeir breyttu tímasetningu leiksins við Ungverja frá 9 til 6. Það er talið að þeir sem ætli á leikinn muni eiga erfitt með að vera mættir klukkan sex og þurfi að hætta fyrr í vinnu. Bæjarstjórinn í Gospic vill senda skilaboð til IHF og Frakka sem settu fram þessar kröfur: Allir íbúar Gospic sem ætla á leikinn, og vinna hjá bænum eða fyrirtækjum hans, fá frídag á launum. Áfram Króatía!“ skrifaði Milinovic á Facebook. Nú er svo orðið ljóst að Frakkland og Króatía mætast í undanúrslitum annað kvöld, í lokaleiknum í Zagreb en hinn undanúrslitaleikurinn á mótinu, sem og leikirnir um gull og brons, fara fram í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar. 28. janúar 2025 21:34