Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2025 07:31 Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun