Mona Lisa fær sérherbergi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 19:23 Macron hélt blaðamannafund í dag um fyrirhugaða uppbyggingu og endurbætur á Louvre-safninu í París. AP Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári. Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári.
Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira