Kári nýr formaður Sameykis Árni Sæberg skrifar 28. janúar 2025 12:09 Kári Sigurðsson er nýr formaður Sameykis. SAmeyki Kári Sigurðsson, sem verið hefur varaformaður Sameykis, hefur tekið við formennsku hjá félaginu frá og með deginum í dag. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“ Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Kári taki við formennsku af Ingibjörgu Sif Sigríðardóttur sem gegnt hafi því hlutverki frá 11. október 2024. Ingibjörg Sif verði áfram í stjórn félagsins og taki við sem varaformaður Sameykis samfara því að Kári tekur við formennsku. Hún muni hverfa aftur til sinna fyrri starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ingibjörg Sif tók við formennsku á sínum tíma eftir að Þórarinn Eyfjörð vék úr formannssætinu eftir að gustað hafði verulega um hann og félagið mánuðina á undan. Vandaður maður „Kári er vandaður maður og vel að því kominn að taka við formennskunni af mér. Ég tók þá ákvörðun að vel hugsuðu máli að snúa mér að þeim störfum sem ég hef sinnt áður hjá Orkuveitunni. Ég mun áfram sitja í stjórn félagsins sem varaformaður og við í stjórninni stöndum einhuga saman að því að Kári taki við sem formaður félagsins,“ er haft eftir Ingibjörgu Sif. Í tilkynningu segir að Kári sé reynslumikill og öflugur í félagsmálum og hafi setið í stjórn félagsins frá því snemma á árinu 2020. Áður en hann settist í stjórn Sameykis hafi hann verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað hjá Reykjavíkurborg. Hann hafi hafið störf við félagsmiðstöðvarnar í Breiðholti fyrir 17 árum, fyrst í hlutastarfi í Félagsmiðstöðinni 111 og síðan í Félagsmiðstöðinni við Hólmasel frá 2008 í fullu starfi. Hann hafi starfað sem verkefnastjóri forvarna hjá Reykjavíkurborg og haft umsjón með starfi Flotans, sem sé flakkandi félagsmiðstöð sem sinnir vettvangsstarfi utan opnunartíma félagsmiðstöðvanna. Tilkynnt í morgun Starfsfólki Sameykis hafi verið tilkynnt um þessa ákvörðun stjórnar á starfsmannafundi í morgun. Stjórn félagsins sé kosin á þriggja ára fresti á félagslegum grunni samkvæmt lögum félagsins. Næsta stjórnarkjör í félaginu fari fram í mars 2027. „Stjórn og starfsfólk Sameykis þakkar Ingibjörgu Sif fyrir gott starf sem formaður félagsins og óskar nýjum formanni, Kára Sigurðssyni, velfarnaðar í sínum störfum fyrir Sameyki.“
Stéttarfélög Vistaskipti Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira