Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 13:23 ADHD samtökin segja biðlista barna um og yfir 2 ár og miðað við óbreytt ástand geti fullorðnir sem koma nýir inn hjá AHDH teymi HH átt von á meira en 10 ára bið. Getty „ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“ Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“ Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“
Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira